Ég er að farast í hálsi og herðum og upphandleggjum eftir þetta gólfbón í gær. Það sem maður leggur ekki á sig fyrir jólin, mesta furða að bakið skuli hafa staðið þetta af sér. Ég er eiginlega farin að hallast að því að Jólin séu í raun og veru einhver guð sem við leggjum okkur í lífshættu við að þóknast. Og að fæstir geri sér grein fyrir þessum trúarbrögðum sínum. Spurning hvort maður útbúin reglur/leiðbeiningar varðandi umgengni við þennan guð fyrir næstu Jólahátíð. Þá getur fólk áttað sig á því hvort það sé sanntrúað eða dýrki Jólin með hálfum huga. Slíkt fólk kemst ekki inn í hið eilífa Jólaland eftir dauðann, það er næsta víst.
Hlúnkur Skúnkur & Krækiberjasultan
Mikið væri hann Ivan Pavlov stoltur af mér núna...
0 Álit yðar:
Skrifa ummæli
<< Home