laugardagur, desember 14, 2002

Jæja. Vikan búin og þó fyrr hefði verið! Sem þýðir líka að brjálaðri vinnutörn er lokið. Það voru verkefnaskil í skólanum á fimmtudag (hópavinna) og við unnum í 19 klst. á miðvikudag og annað eins á þriðjudag. Þrátt fyrir að hafa unnið vel síðustu 6 vikur. En þetta heppnaðist og maður var dauðfeginn þegar þetta var yfirstaðið. Svo nú er bara jólafrí og leti (og smá vinna).

Annað fréttnæmt er það að ég fór á NICK CAVE -tónleikana á mánudag og var mjög sátt þrátt fyrir að The Bad Seeds hefðu ekki verið með.Það lag tónleikanna sem stóð uppúr var Wild World, gamalt Birthday Party-lag, það var svo uppfullt af krafti að það var alveg stórkostlegt!! Svo fannst mér God is in the House alveg frábært líka. Og ég var mjöööög fegin að gaurinn skyldi taka allan skalann, allan ferilinn en ekki bara lög af nýjustu plötunum (Post Murder Ballads).

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home