laugardagur, desember 14, 2002

Jólatónleikar í Tónlistarskóla Garðabæjar í gær, föstudag. Og eins og góðum nemanda sæmir þá söng ég. Það var helv... gaman, en ég fékk samt þennan líka skjálfta í hnén þegar ég byrjaði að syngja (var sem betur fer í pilsi!) og dynjandi hjartslátt sem róaðist ekki fyrr en nokkrum mínútum eftir að ég steig af sviði.Var þó sagt eftirá að þetta stress hefði ekki verið sýnilegt... Svo var söngnemapartý á eftir, og jólaball í skólanum. Og vinna daginn eftir (s.s. í dag). Og ég er svo þreytt.

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home