mánudagur, desember 16, 2002

Samstarfskona mín í vinnunni hvíslaði því að mér að hún vildi ekki að ég væri með "mitt persónulega" í tölvunni þegar hún væri að vinna, þetta væri svo fljótt að fyllast. Ég gæti þá frekar verið í hinni tölvunni. Ég skil nú ekki hvað hún er að láta þetta fara í taugarnar á sér, því þegar við erum að vinna saman situr hún oftar en ekki inni á kaffistofu eða í býtibúrinu meðan ég sit hérna frammi og svara í síma eða er til taks þegar þarf að snattast eitthvað. Og hún situr gjarnan í 20-30 mín. í senn, þrátt fyrir að hennar vinnutími sé einungis frá 12 til 16. Það fer aðeins í mig, en ég hef svosem ekki kvartað yfir því enn. En ég minnist kannski á þetta við hana ef hún er eitthvað að pirra sig. Mér finnst persónulega ekkert að því að ég sé að flakka á netinu inni á vakt ef það er ekkert að gera en ég þarf hvort eð er að vera við ef síminn hringir eða eitthvað kemur upp. En dæmi hver fyrir sig.

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home