laugardagur, janúar 25, 2003

4 dagar til brottfarar (ef maður telur daginn í dag með). Þetta er allt að bresta á, ekki seinna vænna að byrja að kynna sér gríska stafrófið. Að vísu fæ ég námskeið í grísku þegar út kemur, og að vísu fer ég ekki til Aþenu fyrr en 10.feb., en það verður áreiðanlega brjáluð keyrsla í NY og enginn tími til annars en að upplifa borgina. Maður er óneitanlega farinn að hlakka til, enda búin að vera mikil NY-stemning í skólanum og pælingar og skipulag og skráning á öllu sem þykir áhugavert þar í borg. Bíómyndagláp (allt í nafni hönnunarpælinga) og lestur ferðamannanbóka hefur einkennt vikuna. Já, og verkefnaskil. Mánu- og þriðjudagur fóru í lokaskil á markaðsfræði-samvinnuverkefni Listaháskólans og Háskólans í Rvk. - mikill léttir að vera búin að klára það dæmi. Eins þurfti ég að skila ritgerð í tónlistarsögu á mánudeginum (hálf-crappy ritgerð, ef ég á að vera hreinskilin), mæta í próf sem ég hefði eins getað sleppt, og svo fóru flestar aukastundir vikunnar í að setja upp 16 síðna bækling fyrir föstudaginn (seinni skilaséns, ég náði ekki þeim fyrri sökum.... hmm...). Allavega. Nú getur maður einbeitt sér ótruflaður að brottfararstressi og reddingaráhyggjum.

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home