Jæja, enn ein vikan liðin og vinnuhelgi tekin við. Síðasta vika var að mestu nýtt í að ganga frá lausum endum, falla í tónlistarsögu og hitta fólk sem ég hef ekki hitt lengi. Nú hef ég mestar áhyggjur af því að ég gleymi að gera eitthvað nauðsynlegt, og þurfi svo að reyna að komast á netcafé um mánaðarmótin til að reyna að redda málum í gegnum tölvupóst. Auk þess sem hún pirrar mig óendanlega, vitneskjan um að það sé skítakuldi í New York og að ég þurfi að taka með mér ofurhlý föt sem ég þarf svo ekki að nota í Aþenu, en verð samt að dröslast með milli landa. Að vísu hefði ég ekki viljað komast að því fyrst við komuna til NY að ég hefði betur tekið með mér föðurland & lopapeysu, en samt.... Ég meina, maður er Íslendingur! Hér er alltaf kalt og manni finnst það vera sjálfsögð mannréttindi að þegar maður fer til útlanda, að þar sé hlýrra en hér! Nema náttúrulega að maður sé að fara til Síberíu eða Alaska eða Norður-Noregs.
Hlúnkur Skúnkur & Krækiberjasultan
Mikið væri hann Ivan Pavlov stoltur af mér núna...
0 Álit yðar:
Skrifa ummæli
<< Home