fimmtudagur, janúar 16, 2003

Og föstudagur rennur upp á morgun. Hvílík gleði. Hvílík spenna. Hvílík dagskrá. Dagurinn lítur nokkurnveginn svona út :
kl.8-12 verkefnaskil og upphenging. Eftir hádegi : hitta HR-stelpurnar til að ræða verkefnið sem við þurfum að skila á mán./þri. kl.13:30 : Jarðarför. Seinnipartinn : Kaffihús með Guðrúnu Ásu til að ræða málin, þ.á.m. Kárahnjúkavirkjun. Við erum ekki á einu máli um það. Kl.20 : Fyrirlestur um rúnir. Kl.22 (líklegast) : Bíó með Hrólfi, þar sem við erum örugglega einu manneskjurnar sem við þekkjum sem hafa ekki séð Lord of the Rings: Two Towers. Hrólfur hefur það reyndar framyfir mig að hafa séð hálfa myndina, en varð frá að hverfa í hléi vegna týnds ættingja. Sem var með honum á myndinni, Nota Bene. Svona fólk myndi týna úr sér heilanum ef það krefðist ekki eggvopns eða heklunálar að ná honum út í gegnum nefið.
Svo eru fleiri falleg verkefni sem bíða manns yfir helgina, t.d. kom það fram í þessum indæla tónlistarsögutíma að hlustunarprófið á mánudaginn n.k. gildir 70 % á móti 30 % ritgerðinni, og að við yrðum að ná heildareinkunn "7" til að ná áfanganum. Mannskemmandi, svona kröfur. Og möppuviðtal á þriðjudaginn í LHÍ. Ofan á allt annað.

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home