laugardagur, janúar 11, 2003

Og í slíkum góðviðrismánuði sem janúar er, kíkir skuldum vafinn námsmaðurinn á útsölur þessa lands. Með háleit markmið um að kaupa ekki neitt, en eins og þeir segja þá er leiðin til Vítis vörðuð góðum tilætlunum Og síríki námslánaþeginn keypti sér sandala (sem ekki voru á útsölu, en eru nauðsynlegir), þunna peysu og 2 boli. Og beit svo höfuðið af skömminni með því að fara aftur daginn eftir og kaupa meira. Í þetta skiptið var það bara ein flík. Peysa. Svo eyddi aldrei-ánægði-námsmaðurinn föstudagskvöldinu í að sauma rennilás í peysuna. Í dag er ég svo að vinna þannig að ég kemst ekki á útsölur í dag, en ég þarf þó að fara og finna eitthvað handa Kötlu vinkonu í afmælisgjöf. Það afmæli átti sér stað þann 7.janúar, svo ég hef ennþá nokkra mánuði (samkvæmt hefð fær hún aldrei afmælisgjafir frá mér á réttum tíma) en þar sem hún heldur upp á afmælið í kvöld er ég að spá í að drífa í þessu því það virkar svo vel út á við að koma með gjöf á réttum tima. Og það skiptir öllu máli hvað aðrir halda um þig. Annars kemst maður aldrei áfram í lífinu.

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home