fimmtudagur, janúar 16, 2003

Þrátt fyrir að janúar sé rétt að hefjast (svona u.þ.b.) þá eru verkefni skólanna ekkert að hafa hægt um sig. Ég mætti í tónlistarsögu á mánudaginn með hjartað í buxunum, ekki búin að skrifa ritgerðina sem var sett fyrir í byrjun nóvember, en íklædd fögrum fyrirheitum ef ég fengi að skila henni daginn eftir. Þegar það kom í ljós að fleiri voru "ekki alveg búnir..." steig kennarinn á stokk og mælti þau fögru orð: "Þið sem skilið ekki í dag verðið að skila í næstu viku". Og ég hljóp út í nóttina kát og glöð. Með fögur fyrirheit. Og síðan hefur ekkert gerst.

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home