sunnudagur, febrúar 02, 2003

Hver fjárinn. Allt sem ég var að berjast við að skrifa hefur dottið út! En ég verð þá bara að byrja upp á nýtt.

Mið.29.jan. LONDON Klyfjuð farangri og upplýsingum um hvernig ég kæmist til Esterar vinkonu lagði ég af stað í gegnum stræti Lundúnaborgar. Með smá aðstoð lesta og leigubíla. Mikil gleði þegar ég loksins komst þangað og gat lagt frá mér farangurinn. Við kíktum svo til Valgerðar (Esterarsystur) sem býr í einu herbergi í næsta nágrenni. Herbergið er pínulítið á "living space"-mælikvarða. Þegar búið er að draga út svefnsófann er ekki svo mikið gólfpláss eftir. Fataskápurinn og bókahillan og ísskápurinn sjá fyrir því.

Fim.30.jan Lagt af stað til New York. 4 klst seinkun, þar af 3 1/2 klst bið inni í flugvélinni. Þar sem slökkt var á loftræstingunni allan tíman var hausverkur mjög einkennandi fyrir þessar aðstæður. En ég má víst þakka fyrir að hafa komist samdægurs á leiðarenda, því 4 stelpur úr hópnum, sem áttu að fara í loftið 4-5 klst seinna, lentu í 30 klst töf. Og enginn hjá British Airways vissi neitt eða hafði neinn áhuga á að upplýsa farþegana um stöðu mála. Ástæðan fyrir þessum seinkunum var ... snjór. Heilir 5 cm. En þar sem Heathrow-flugvöllur á bara 1-2 "defrosting" vélar, og vanalega fer vél í loftið á 60 sek fresti, þá voru þeir algjörlega að missa stjórn á aðstæðum.

Fös. 31.jan var nýttur í ráp og rölt.

Lau. 1.feb var Nýjársdagur Kínverja, og við brugðum fyrir okkur betri fætinum og kíktum í Kínahverfið til að upplifa stemninguna. Ekki slæmt og göturnar allar fullar af marglitu pappírsrusli. Svo röltum við um svæðið/hverfið og m.a. inn í PRADA-búðina þar sem maður getur keypt skó á 370$ og kjóla á 1300$. Svo um kvöldið fór ég í mat & næturgistingu til Hóffýjar frænku og Curts. Svaka næs.

Sun. 2.feb. Allt óákveðið, allt opið. Næsta færsla verður líkl. ekki fyrr en eftir 6.feb, þegar ég kem aftur til London.

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home