Ég er farin að meta lífið heima á Íslandi mun meira. Meðal annars þann lúxus að hafa þvottavél! Hér þvær maður allt í höndunum. Það er ekki það að maður telji vikurnar þar til maður kemur heim, heldur þvottadagana! Annars hefur Katrín hin íslenska (vinkona Eyrúnar) boðið mér að þvo hjá sér, allavega þessa stærstu hluti eins og rúmföt. Ég held ég þiggi það, þó hún búi í hinum enda bæjarins (eða svona næstum).
Hlúnkur Skúnkur & Krækiberjasultan
Mikið væri hann Ivan Pavlov stoltur af mér núna...
fimmtudagur, mars 27, 2003
miðvikudagur, mars 26, 2003
Og við tók 6 daga helgi.
Fimmtudagurinn 20. var dagur mótmæla. Skólinn var harðlæstur og plagg stimplað af skólayfirvöldum hvatti fólk eindregið til að mæta niður í bæ í kröfugöngu til að mótmæla sprengjuhernaði. Sem mikill friðarsinni, og þar sem ég hafði ekkert annað að gera, gerði ég eins og skólinn og samviskan bauð. Og jújú, þarna voru hinir hefðbundnu ræðumenn og skiltaberar og fólk með flögg og fána og allt sem tilheyrði. Svo eftir ræður og hvatningu og mótmæli og þetta venjulega var lagt af stað niður að sendiráði Bandaríkjanna. Ég verð að viðurkenna að ég nennti ekki að fylgja göngunni nema fyrstu tvo kílómetrana eða svo. Það var svo á leiðinni til baka sem ég áttaði mig á hvað gangan var í raun stór og viðamikil (reyndar var hún 2 göngur sem lögðu af stað frá sitthvorum staðnum en sameinuðust á miðri leið), því þegar ég sneri við voru um 150 metrar af göngufólki fyrir framan mig. Svo gekk ég í allavega korter á móti göngunni, en fyrst þá endaði þessi fólksfjöldi sem myndaði hana. Og þó var töluvert af fólki á leið burt eins og ég.
Föstudagurinn var greinilega líka dagur mótmæla, þó með aðeins minna sniði en deginum áður. Skólahliðið var enn harðlæst með keðjum (sem lokaði þá líka matsal nemenda) og strætisvagnar lögðu niður akstur milli kl. 12 og 16 (ég veit ekki hvort lestirnar gerðu slíkt hið sama). Einhverjar smærri göngur áttu sér stað inn á milli hverfanna en annars flest með kyrrum kjörum. Kórstjórinn þrætti & þrefaði sér/okkur samt leið inn í skólann seinnipartinn til að halda æfingu.
Þriðjud.25. (í gær) var annar af tveimur þjóðhátíðardögum Grikkja (til að halda upp á sigurinn og lausnina frá Tyrkjum einhverntíman í denn). Af því tilefni var frí skólanum og frí í vinnu hjá flestum í gær, og vegna þess að skólayfirvöldum hefur líklega ekki þótt ástæða til að púkka upp á einn skitinn mánudag, þá var bara frí þann daginn líka. Svona til að skeyta saman helgi og frídag.
Af öðrum málum er það að frétta að kór skólans er á leið til Ungverjalands þann 10.apríl. Ástæða fararinnar: Þáttaka í kórakeppni. Og oss hefur hlotnast sá heiður að fá að fara með. Allur ferðakostnaður fyrir utan fæði er greiddur með styrkjum héðan og þaðan. Ekki slæmt! Farið verður með rútu og bát og aftur rútu (og svo líkl. sama fyrirkomulag á leiðini heim) og tekur ferðin hvora leið um einnoghálfan sólarhring. Niðurstaða: 5 nætur í Búdapest og 1 nótt í Vínarborg (Austurríki). Ekki kvarta ég. Svo eru einhverjir tónleikar þarna inn á milli líka, ekki bara þessi keppni. Sem þýðir að ég þarf að fara yfir nokkur önnur grísk lög sem allir kunna nema ég. En það reddast, sagði Íslendingurinn í kviksyndinu.
miðvikudagur, mars 19, 2003
Hér halda allir að ég sé á aldrinum 19-21 árs. Ef ég hefði vitað það fyrirfram hefði ég strax byrjað að ljúga til um aldur. Svona til að sleppa við "Vá! Í alvörunni?!?" Þú lítur mikið yngri út!" í hvert einasta skipti sem ég segi til aldurs. Þetta er mögulega vegna þess að hér eru allir um tvítugt, koma inn í skólann um 19 ára aldur og eru í 4 ár. Ég veit ekki hvort þetta kallast college eða hvað, allavega er grunnskólinn/high school til 18 ára eins og í Bandaríkjunum. En ég er allavega komin með aldurskomplexa. Og ekki orðin þrítug.
Safnaferðin sem kórinn var að velta fyrir sér á sunnud. var, var flutt fram á sunnudaginn næstkomandi. Þá eiga einhverjir tónleikar sér stað í hádeginu og allt mælti frekar með þeim degi. Þess í stað var áheyrnarpróf fyrir Ungverjalandsferð kórsins síðastliðinn sunnudag.
Það er ferlegt hvað mikill tími fer í útréttingar og reddingar hér, og hvað maður er heppinn að hafa góðan aðgang að bíl og (yfirleitt) bílastæðum heima á Íslandi. Það fara bara heilu dagarnir í bæjarferðir vegna þess að mig vantar svartar buxur fyrir kórinn, eða transparent pappír eða teikniáhöld eða guðmávitahvað fyrir aðra tíma. Og auðvitað vantar mig svo mikið, það er hefur tekið mig mörg ár að koma mér upp þeim birgðum af drasli sem ég á heima á Íslandi. Og svo er maður ekkert alltaf að flýta sér neitt í þessum bæjarferðum, sérstaklega ef veðrið er gott. Það fer semsagt heilmikill tími í að vera ekkert að stressa sig. Og mér er stundum alveg sama. Það er kannski það sem er mest pirrandi.
fimmtudagur, mars 13, 2003
Það er alveg ótrúlegt hvað það er reykt mikið hér. Í hverju skúmaskoti Aþenu, einu reyklausu svæðin í borginni eru á 2.hæð á Goody's (grísk McDonald's keðja). Ég fór smástund á einhvern fund inni í sal skólans og þar lá reykurinn eins og þoka yfir öllu. Það var ekki fögur sjón og tók töluvert á öndunarfærin.
Af gríska orðaforðanum mínum er lítið að frétta, en tungumálið er svona að síast inn og ég er farin að átta mig á einstaka orðum þó ég skiliji þau ekki. Og farin að geta lesið smávegis þó ég skilji það ekki heldur. En þetta er allavega framför frá því í síðustu viku, því þá helltist yfir mig sú tilfinning að ég ætti aldrei eftir að skilja neitt í grísku og ég skildi ekki hvernig ég hefði nokkurntíman lært nokkuð tungumál. Mér fannst eins og ég hefði verið mun fljótari að ná orðum í frönsku, þýsku og spænsku og færeysku, bara svona einföldustu orðunum til að mynda kannski smá setningar eða spurningar. Og alltaf skutust upp í hausinn á mér setningar eins og "hvað er klukkan", "hvenær kemur strætó", "hvar gæti ég fundið....", "3 frímerki til Evrópu, takk" á öllum öðrum tungumálum en grísku. Hrikalegt, maður.
ÞAKKIR VIKUNNAR (aftur) fara til Kötlu vinkonu sem er svo dugleg að senda mér póstkort af og til, jafnvel þegar það er ekki lengra á milli okkar en 50 km. Núna sendi hún kort frá Danmörku, það bætti-hressti-kætti.
Ég heyrði í fyrradag í fyrsta skipti orðatiltækið "að vera klædd eins og laukur" sem þýðir að vera í mörgum lögum af fötum. Mér finnst þetta óendanlega sætt og hlakka til að nota það á komandi vetri (eftir hálft ár, en samt).
Ég er að spá í að fara í annan "túristaleiðangur" um Aþenu á laugardag, fara á Keramikos og í "Ancient Agora" eins og hún heitir í ferðahandbókunum. Svo er mögulega hópferð með kórnum á sunnudag á safn grískra hljóðfærra, væntanlega bæði nýrra og gamalla.
þriðjudagur, mars 11, 2003
Þakkir vikunnar fara til Eyrúnar frænku sem lét mér í té símanúmer og heimilisfang vinkonu sinnar hér í Aþenu. TAKK EYRÚN!!
Vegna almenns frídags í gær (40 dagar til páska - upphaf föstu?) var eitthvað ólag á kennslu fyrir helgi, þar sem hefð er fyrir því að sumir kennarar / sum fög taka sér frí fyrir eða eftir þessa 3ja daga helgi, svona til að drýgja hana, og sumir tímar voru kenndir meðan aðrir féllu niður. Ég hafði varann á og mætti hvorki fimmtudag né föstudag.
Ég reyndi annars að gera mér eitthvað til skemmtunar og jafnframt koma einhverju í verk um helgina, en kvef og slappleiki setti smá strik í reikninginn. Fór þó og skoðaði Akropolis á föstudaginn og keypti á leiðinni upp bók um grísku goðafræðina, sem ég er að glugga í núna. Akropolis var mjög áhugaverð (sérstaklega viðgerðirnar sem standa yfir, hehe) og umhverfið fyrir neðan var sumstaðar eins og beint úr ævintýrabók. Kannski var það gróðurmagnið sem maður er ekki alveg nógu vanur, sem villti fyrir um en hvað um það, fallegt var það.
Á sunnudaginn fór ég svo (aftur) í "Kolaportið" í Þisio og sá strax þau reginmistök mín að mæta ekki fyrr (ég mætti seinast kl.10, en nú ekki fyrr en 11), því þarna var svo pakkað að þarna var mannhafið eins og sardínur í risadós, nema hvað að það hreyfðist. Og auðvitað var svo troðið að maður náði ekki auðveldlega að setja á sig nein kennileiti, svo ég var sífellt á taugum með að týnast og rata ekki aftur á lestarstöðina. Sem reyndist svo rétt, ég komst langleiðina, en svo, hvernig sem ég sneri mér og gekk (les:færðist) út um allt, ég gat séð lestarteinana en enganvegin fundið stöðina. Eftir útskýringar frá vinveittum sölumanni með trúðahárkollu kom í ljós að ég hafði gleymt að beygja 20 metrum áður. Og burt komst ég að lokum.
Næsti viðkomustaður var Kifissia (hinumegin í borginni), þar er ríkramannahverfi og ég ákvað að rölta smávegis um og skoða. Stoppaði vísu bara í klukkutíma, allt var lokað og nær ekkert líf á svæðinu, svo sú ákvörðun var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að fara bara heim og koma aftur einhverntíman seinna.
Í dag, þriðjudag, mætti ég svo í skólann í áfanga sem kennir myndskreytingar við bækur og veggspjöld. Fyrsta verkefnið (sem við verðum reyndar með út önnina) er að myndskreyta heimspekifræðilega bók um tilveru mannsins og guðs og baráttu andans og eitthvað slíkt. Ég efast þó um að ég lesi bókina, þar sem hún fæst ekki á ensku. Bara grísku. Og eins og er hef ég ekki hugmynd um hvað ég er að fara að myndskreyta. En ég get vonandi fengið einhvern til að segja mér aðeins frá bókinni. Þetta kemur allt í ljós. Eftir hádegið fer ég svo í málun/litafræði, ef kennarinn mætir þ.e.a.s. Þetta er allt að koma.
fimmtudagur, mars 06, 2003
Þú ert Ingibjörg Sólrún Gísladóttir:
Best er að fá loforð þín í
þríriti til að geta hermt þau upp á þig því að þér finnst mikilvægara að
komast til valda en að vera samkvæm(ur) sjálfri/um þér.
Taktu "Hvaða stjórnmálaleiðtogi ert þú?" prófið
miðvikudagur, mars 05, 2003
Hei! Ég er komin með íslenska stafi! Allavega á bókasafninu hér í skólanum. Því miður get ég ekki "móttekið" ísl. stafi hér nema í tölvupósti, en ekki lesið þá á netinu. Þá skiptast þeir út fyrir gríska stafi.
En hér er brandari sem ég stal af síðunni hennar Elínar, menn eru víst farnir að gerast fingralangir á víxl og í allar áttir hvað þessar bloggsíður varðar (þetta er ekki skot til þín Elín, bara til okkar allra).
Tumi litli fór óvænt inn í herbergi til pabba síns og sá hann sitjandi á rúminu setjandi á sig smokk.
Pabbi Tuma reyndi að fela stífan, smokki klæddan liminn með því að beygja sig fram eins og hann væri að líta undir rúm. Tumi litli spurði forvitinn, "Hvað ertu að gera pabbi?" Faðir hans svaraði snögglega, "mér fannst ég sjá rottu skjótast undir rúmið." Þannig að Tumi spurði, "Og hvað ætlar þú að gera, ríða henni ?"
mánudagur, mars 03, 2003
Skolanetid aftur komid ur gagni. Thad la nidri a fimmtudaginn og enntha thegar jeg tjekkadi i morgun. The Greek way, you know.
En hvad odru lidur tha var undankeppni fyrir Eurovision a midvikudaginn var. Thad var svaka "show" i kringum keppnina, flott dans- og leikatridi (?) medan a atkvaedagreidslu stod, sigurvegarinn fra i fyrra kom fra Lithaen og flutti sigurlagid i toluvert breyttum buningi og stundum var eins og umgjordin i kringum thetta vaeri af haerra gaedastandardi en login sjalf. Mariina hin finnska sagdi mjer einhverntiman ad 98% griskra daegurlaga vaeru um astina og allt sem henni fylgir, og Grikkir brugdust ekki tharna. Fram komu ymsir (misgodir) tonlistarmenn og mig minnir ad oll nema eitt (af 10) hafi verid um astina og "can't escape, I need your love, I can't wait" eda "come back into my life, step back into the light" eda eitthvad annad um sama thema. Thetta eina sem utundan stod hjet thvi einfalda nafni "camera" og fjalladi um ad thad vaeri myndavel sem fylgdist med hverri hreyfingu manns, i svefni sem voku. Textinn var hrikalegt mod, hofundur hefur greinilega haft hugmynd um hvad hann vildi segja, en hvorki enskan ordaforda nje hugmyndaflug til ad koma thvi almennilega fra sjer. En dansararnir voru svo flottir ad jeg fyrirgaf theim. Madur er farinn ad slaka oedlilega mikid a krofunum. Flest login hofdu dansara og bakraddir, og innan vid helmingur var bara a grisku eda bara a ensku, hin voru oll e.k. blanda; eitt griskt/italskt, hin grisk/ensk. Sumir baettu jafnvel vid taknmali, svona til ad hala inn fleiri ahorfendaatkvaedi. Sigurlagidi var svo eftir gamalreyndri Eurovision-uppskrift (best ad halda sig vid thad sem madur thekkir), songkonan var ad visu mjog god en thetta var ekki besta eda skemmtilegasta lagid i keppninni.
Fostudagur 28.feb.
Okkur ERASMUS-nemendunum var smalad saman til ad ganga a Likavitos-haed, haesta punkt Athenu. Thad var toluverd ganga sem skiladi sjer svo i hardsperrum um helgina. En vel thess virdi, vedrid var frabaert, sol skein i heidi og utsyni yfir alla borgina. Jeg stefni a thad ad fara einhverntiman aftur ad kvoldlagi. Svo var koraefing seinnipart dags sem endadi i sameiginlegri maltid og naestum thvi matarslag i skolamatsolunni.
Laugardagur 1.mars
A thessum tima er Karnival i Grikklandi og Karnival stemning ut um allt. Jeg var bodin i "fancy dress party" thetta kvold i tilefni afmaelis eins korfjelagans. Jeg hafdi ekki mikid ad moda ur hvad fot/buning snerti, enda adeins med naudsynlegustu flikur med (og enn sem komid er fellur grimubuningur ekki undir tha skilgreiningu). En baendur deyja ekki radalausir heldur fara i Carrefour og kaupa gervitennur og andlitsfarda (sem reyndar virkadi ekki sem skildi thegar a reyndi) og gera sitt besta. Planid var ad fara sem frik og "bara vera jeg sjalf". Jeg maladi mig heima, dokkt i kringum augun og a kjalkana og dokka rond fra ennistoppi nidur a nefbrodd auk nokkurra vel valinna lina hjer og thar i kringum munninn, for svo pinulitid vandraedaleg nidur i bae med almenningssamgongum til ad hitta hluta af hopnum svo vid gaetum ordid samferda i partyid. Sem reyndist svo vera hid finasta party, margir gestanna voru ur kornum svo jeg gat spjallad vid thonokkra (sem jeg hafdi einmitt ottast ad geta ekki). En vegna thess ad hinar indaelu almenningssamgongur detta nidur rjett fyrir midnaetti og hefjast ekki aftur fyrr en eftir 5 morgnana urdum vid ad thrauka svo lengi a "djamminu". Forum kl. 3 i annad party sem var svo ekkert sjerlega skemmtilegt, en svona er thad vist. Jeg var svo komin heim kl.6:30 a sunnudagsmorgun, sem hefdi kannski ekki verid svo slaemt ef thad hefdi ekki verid aukaaefing hja kornum kl.12. En jeg maetti galvosk og osofin.