Það er alveg ótrúlegt hvað það er reykt mikið hér. Í hverju skúmaskoti Aþenu, einu reyklausu svæðin í borginni eru á 2.hæð á Goody's (grísk McDonald's keðja). Ég fór smástund á einhvern fund inni í sal skólans og þar lá reykurinn eins og þoka yfir öllu. Það var ekki fögur sjón og tók töluvert á öndunarfærin.
Af gríska orðaforðanum mínum er lítið að frétta, en tungumálið er svona að síast inn og ég er farin að átta mig á einstaka orðum þó ég skiliji þau ekki. Og farin að geta lesið smávegis þó ég skilji það ekki heldur. En þetta er allavega framför frá því í síðustu viku, því þá helltist yfir mig sú tilfinning að ég ætti aldrei eftir að skilja neitt í grísku og ég skildi ekki hvernig ég hefði nokkurntíman lært nokkuð tungumál. Mér fannst eins og ég hefði verið mun fljótari að ná orðum í frönsku, þýsku og spænsku og færeysku, bara svona einföldustu orðunum til að mynda kannski smá setningar eða spurningar. Og alltaf skutust upp í hausinn á mér setningar eins og "hvað er klukkan", "hvenær kemur strætó", "hvar gæti ég fundið....", "3 frímerki til Evrópu, takk" á öllum öðrum tungumálum en grísku. Hrikalegt, maður.
ÞAKKIR VIKUNNAR (aftur) fara til Kötlu vinkonu sem er svo dugleg að senda mér póstkort af og til, jafnvel þegar það er ekki lengra á milli okkar en 50 km. Núna sendi hún kort frá Danmörku, það bætti-hressti-kætti.
Ég heyrði í fyrradag í fyrsta skipti orðatiltækið "að vera klædd eins og laukur" sem þýðir að vera í mörgum lögum af fötum. Mér finnst þetta óendanlega sætt og hlakka til að nota það á komandi vetri (eftir hálft ár, en samt).
Ég er að spá í að fara í annan "túristaleiðangur" um Aþenu á laugardag, fara á Keramikos og í "Ancient Agora" eins og hún heitir í ferðahandbókunum. Svo er mögulega hópferð með kórnum á sunnudag á safn grískra hljóðfærra, væntanlega bæði nýrra og gamalla.
0 Álit yðar:
Skrifa ummæli
<< Home