miðvikudagur, mars 05, 2003

Hei! Ég er komin með íslenska stafi! Allavega á bókasafninu hér í skólanum. Því miður get ég ekki "móttekið" ísl. stafi hér nema í tölvupósti, en ekki lesið þá á netinu. Þá skiptast þeir út fyrir gríska stafi.

En hér er brandari sem ég stal af síðunni hennar Elínar, menn eru víst farnir að gerast fingralangir á víxl og í allar áttir hvað þessar bloggsíður varðar (þetta er ekki skot til þín Elín, bara til okkar allra).
Tumi litli fór óvænt inn í herbergi til pabba síns og sá hann sitjandi á rúminu setjandi á sig smokk.
Pabbi Tuma reyndi að fela stífan, smokki klæddan liminn með því að beygja sig fram eins og hann væri að líta undir rúm. Tumi litli spurði forvitinn, "Hvað ertu að gera pabbi?" Faðir hans svaraði snögglega, "mér fannst ég sjá rottu skjótast undir rúmið." Þannig að Tumi spurði, "Og hvað ætlar þú að gera, ríða henni ?"


0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home