miðvikudagur, mars 19, 2003

Hér halda allir að ég sé á aldrinum 19-21 árs. Ef ég hefði vitað það fyrirfram hefði ég strax byrjað að ljúga til um aldur. Svona til að sleppa við "Vá! Í alvörunni?!?" Þú lítur mikið yngri út!" í hvert einasta skipti sem ég segi til aldurs. Þetta er mögulega vegna þess að hér eru allir um tvítugt, koma inn í skólann um 19 ára aldur og eru í 4 ár. Ég veit ekki hvort þetta kallast college eða hvað, allavega er grunnskólinn/high school til 18 ára eins og í Bandaríkjunum. En ég er allavega komin með aldurskomplexa. Og ekki orðin þrítug.

Safnaferðin sem kórinn var að velta fyrir sér á sunnud. var, var flutt fram á sunnudaginn næstkomandi. Þá eiga einhverjir tónleikar sér stað í hádeginu og allt mælti frekar með þeim degi. Þess í stað var áheyrnarpróf fyrir Ungverjalandsferð kórsins síðastliðinn sunnudag.

Það er ferlegt hvað mikill tími fer í útréttingar og reddingar hér, og hvað maður er heppinn að hafa góðan aðgang að bíl og (yfirleitt) bílastæðum heima á Íslandi. Það fara bara heilu dagarnir í bæjarferðir vegna þess að mig vantar svartar buxur fyrir kórinn, eða transparent pappír eða teikniáhöld eða guðmávitahvað fyrir aðra tíma. Og auðvitað vantar mig svo mikið, það er hefur tekið mig mörg ár að koma mér upp þeim birgðum af drasli sem ég á heima á Íslandi. Og svo er maður ekkert alltaf að flýta sér neitt í þessum bæjarferðum, sérstaklega ef veðrið er gott. Það fer semsagt heilmikill tími í að vera ekkert að stressa sig. Og mér er stundum alveg sama. Það er kannski það sem er mest pirrandi.

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home