miðvikudagur, apríl 23, 2003

úps. Tímaþröng.

Allavega. Ferðin til Búdapest hófst með 3ja klst rútuferð til Patra, og þar tók við 30 klst bátsferð til Triesta (Ítalíu). Vegna leikjagleði kórmeðlima var lítið sofið, en sumir náðu nokkrum mínútum/hálftímum þessar 9 klst sem vorum í rútunni gegnum Ítalíu og Austurríki og fram til Búdapest. Ekki ég. Tékkuðum okkur inn á mjög fínt hótel í eða nálægt miðbænum. En Adam var ekki lengi í Paradís. Vegna keppnisreglna þurftum við að flytja okkur yfir á annað hótel í einhverju middle-of-nowhere-úthverfi, og mun minna fínt. En reynt var að gera gott úr hlutunum og við héldum bara góð partý á göngum hótelsins í staðinn, sem skilaði sér í viðvarandi svefnleysi. En svaka skemmtilegum tíma.
Og thegar hjer var komid sogu var bokasafni skolans lokad, halftima fyrir auglystan lokunartima. Vegna neydartilviks, var mjer sagt, en mig grunar ad starfsfolkid hafi bara viljad komast fyrr heim. Thvi sit jeg hjer a netkaffihusi, vid tolvu sem ekki hefur isl. lyklabord. Jeg er buin ad ga. Hef ekki naudsynlegan cd til ad redda theim malum.
En afram skal haldid med soguna. A seinna hotelinu i Budapest tokum vid undir okkur heila haed (ad undanskildu einu herbergi, sem svo fylltist af 4 korstrakum fra Bosniu-Hersegovinu), og thar sem margir hofdu tekid hljodfaeri med sjer (kassagitara, bousouki, "litid bousouki" sem jeg man ekki hvad heitir, fidlu og hljombord) vorum vid med lifandi tonlist a hverju kvoldi og hverri nottu. Og svo var bara vakad og sungid og dansad stift fram til kl. 4-6 a morgnana. Sem var svolitid threytandi til lengdar thar sem vid vorum raest uppur kl. 8 a morgnana til ad undirbua tonleika eda keppnina eda eitthvad annad. En thad sem ekki drepur mann, herdir mann.
Keppnin sem oll ferdin snjerist um, gekk vonum framar. Ad visu kludrudum vid einu lagi (af 3, thvi midur) en hin gengu nokkud vel. 2 dogum sidar kom svo i ljos ad vid hefdum lent i 9 saeti af 13, og folk var fra sjer af kaeti ("allt nema sidasta eda naestsidasta saeti!!"). Eftir 4 frabaera daga i Budapest var svo lagt af stad til Vinarborgar. Vid logdum af stad kl. 8 um morguninn og vorum komin a afangastad um kl.13. Tha tok vid okkur Grikki, busettur i Vin, og hann leiddi okkur um Grikkjastraeti (Griechen Gasse) og 2 kirkjur og i gegnum sogu Grikkja i Vin. Og allt a grisku natturulega, svo jeg skildi ekki nema thad sem samferdafolk mitt thyddi fyrir mig. Svo var farid i hollina (the palace) og a sama hatt og sama tungumali fraedst um sogu fyrrum ibua hennar. Og eins skildi jeg ekki nema brot af theim frodleik sem thar flaeddi um ganga og stofur. Vedrid var gott og thvi settumst vid beint upp i rutu ad thessu loknu og heldum a hotelid okkar i Vin. Sem var jafn fint og fyrst hotelid okkar i Budapest. En enn a ny var Adam ekki lengi i Paradis. Thau skilabod barust ad okkur baeri ad vakna kl.3 um nottina svo vid gaetum lagt af stad heim kl.4. Hvilik sorg. Sjerstaklega thar sem nokkur okkar akvadu ad thraeda gotur Vinarborgar svona rjett fyrir hattinn og saum oll heilmikid i budargluggum sem okkur langadi til ad kaupa. En thad var ekki aftur snuid, og vid hjeldum heim a leid i morgunsarid. Ferdalagid var svosem agaett, thad var fallegt ad keyra fra Austurriki og "gegnum" Italiu. Og svo gat madur sofid (loksins!) i batnum a leidinni heim.

Laet thetta naegja i bili, verd ad drifa mig i skolakaffiteriuna svo jeg fai ad borda.
Fer a tonleika med rokkgruppunni Stratovarius thann 4.mai, fer mogulega til Kritar i nokkra dag eftir helgi. Thannig er thad.

þriðjudagur, apríl 22, 2003

Jæja, komin "heim" eftir frábært kórferðalag. Við komum í bæinn um klst. eftir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins (20.apríl), dauðþreytt eftir 2ja daga ferðalag. Þar sem ég er ekki búin að punkta neitt fyrirfram til að blogga held ég að það sé best að ég fari heim og geri slíkt (var of þreytt í gær) svo það verði eitthvað skipulag á ferðalýsingunni. Will return tomorrow.

Af öðru er það að frétta að ég var í klippingu áðan og gaurinn (sem ég hélt að talaði ensku) klippti of mikið af hárinu að mínu mati. Konan sem tók á móti mér sagðist tala ensku (en gerði það varla) og ég hélt að hún myndi klippa mig svo ég bar fram óskir mínar við hana (taka 5 cm af hárinu, vinsamlegast). En einhvernveginn skilaði það sér illa og klipparinn tók sig til og klippti aukalega upp stytturnar í toppnum mínum (sem voru einmitt búnar að ná þeirri sídd að ná bak við eyrun) svo nú er ég með einhverja gríska klippingu sem ég kæri mig lítið um. En gert er gert og best að reyna að gera sem best úr þessu. Og þetta vex alltaf aftur, segja þeir gömlu.

Ég og nokkrir spænskir krakkar erum að spá í að skreppa til Krítar þann 29. og vera í nokkra daga, ég þarf að reyna að redda mér svefnpoka fyrir þá ferð svo ég geti sofið "á dekkinu" á leiðinni. Ódýrasta fargjaldið, sko. Svo eru tónleikar hér í Aþenu þann 4.maí sem mig langar á, það er alveg nóg að gera þessa dagana...

fimmtudagur, apríl 10, 2003


I am the number
666
I am evil

_

what number are you?

this quiz by orsa

Jæja. Við leggjum í 'ann eftir 6 klst. eða svo, og ég er komin með töluverðan fiðring í magann. Ég var alveg búin að gleyma hvað það er gaman að vera með svona hópferða-ævintýra-fiðring. Ég held þó að þetta leggist kannski betur í mig en aðra kórfélaga, margir hafa verið með hina margtuggnu spurningu "Are you ready for Budapest?" á vörunum síðustu vikur. Ég skildi eiginlega ekki spurninguna fyrst, hvort þau væru að spyrja hvort ég væri 110% viss á öllum lögunum ("nei, eiginlega ekki") eða hvort ég væri búin að pakka og ganga frá öllu ("enn síður") en svo rann upp fyrir mér ljósglæta: Það er þessi andlegi undirbúningur! Svona utanlandsför er áreiðanlega meira mál fyrir þeim þar sem mörg þeirra eru að fara út fyrir landsteinana í fyrsta skipti. Allavega tel ég mér trú um það. Því alltaf svaraði ég því játandi hvort ég væri tilbúin. Svona til að vekja ekki grunsemdir. Nú er einmitt skemmtilega stutt á milli punkta hjá mér. Einstaklega óþolandi.
Að auki er kórstjórinn búinn að vara fólk við því að breytt mataræði gæti haft áhrif á meltinguna, það væri því kannski viturlegt að taka eitthvað með sér við niðurgangi. Aftur skildi ég ekki neitt (eru Ungverjar með svona slæmt orð á sér??) en áttaði mig svo á því síðar að flest þeirra eru eflaust ekki vön öðru en reglulegum og heimalöguðum máltíðum, ekki óreglulegu skyndibitafæði í rúma viku. Annað en við fjölförnu Frónbúar (haha!)

mánudagur, apríl 07, 2003

Eitthvað vesen var á tölvunum seinast þegar ég reyndi að blogga (líklegast aprílgabb þar sem þetta átti sér stað á hinum sívinsæla fyrsta degi aprílmánaðar). En ég held að það sé komið í lag núna. Og því er best að halda áfram með skráningu hinna hversdagslegu hluta.

Skóli í dag, og svo ekki aftur fyrr en 9.maí (samkvæmt mínum heimildum). Það er vegna þess að eftir ákveðnar breytingar sem ég gerði á stundaskrá minni, er ég ekki í skólanum nema á mánudögum og föstudögum. Og nú vill svo til að ég verð lögð af stað til Búdapest áður en föstudagurinn næstkomandi rennur upp. Þegar við komum svo til baka þann 19.apríl, verður páskafríið byrjað og því lýkur víst ekki fyrr en 7.maí. Næsti Föstudagur eftir það er þá sá 9. Þetta gríska skólakerfi er frekar furðulegt og mér er það óskiljanlegt hvernig nemendur læra eitthvað, því fyrir utan rúmar 2 vikur í páskaleyfi þá eru 3 mánuðir í sumarfrí auk hinna og þessara frídaga inn á milli, og á þessa stöku frídaga bætist gjarnan við aukadagur öðru hvoru megin. Svona til að gleðja nemendur og kennara.

Mesta gleði vikunnar átti sér stað á föstudaginn þegar ég mætti á kóræfingu og í ljós kom að einn félagi minn þar hafði keypt fyrir mig "usb-lykil", svona 128mb aukadrif (harðan disk) til að flytja gögn á milli tölva (þetta þýðir að ég þarf ekki sjálf að fást við gríska tölvutækjasölumenn). Mig hefur langað í svona töfratæki frá því í byrjun janúar þegar Pósturinn Páll birtist með svona í skólanum og útlistaði alla kosti slíkrar uppfinningar. Með þessu ætti ég að geta flutt gögn frá skólatölvunum yfir í mína, nokkuð sem ég gat ekki áður vegna vöntunar á floppy-drifi í tölvunni minni. Og kátínan skein um alla ganga.

Ég túristaðist um Plaka-hverfið um helgina og naut þess til hins ýtrasta, sérstaklega á laugardaginn. Sama kvöld var svo afmælisveisla eins kórfélagans, og á endanum hékk ég þar til kl.4 um morguninn við að skoða ljósmyndir úr skólaferðalögum ofl. Sem var ekki nærri eins slæmt og það kann að hljóma, bara nokkuð skemmtilegt. Svo á sunnudagskvöldið fór ég í det Danske Institut i Athen og hlustaði á danskan bassasöngvara þruma út úr sér aríum og dönskum lögum. Nokkuð góður, og skartaði einmitt hinni gamalkunnu hefðarklippingu Grand Eyjólfs.

Ætli ég reyni ekki að komast á netið áður en ég legg af stað, en svo verður líklega ekkert bloggað fyrr en eftir 20.apríl.

þriðjudagur, apríl 01, 2003

Þar sem Fjóla hefur bent mér á að það eru ekki bara tölvurnar hér sem skila blogginu mínu svona ofurgrönnu, þá ætlaði ég að reyna að gera eitthvað í málunum. En nei, það er bara ekki í boði! Allavega ekki í dag, ég reyni kannski aftur á morgun.

Nú eru bara 9 dagar til brottfarar. Ferðin hefst á um 3ja klst. rútuferð til Patra (?) þar sem við tekur rúmur ef ekki einn og hálfur sólarhringur um borð í bát. En eftir það verðum við einungis 8 klst rútuferð frá Búdapest. Sumir eru með einhverjar kvíðabólur í maganum, en ég hlakka bara til, ég hef aldrei verið svona lengi um borð í bát. Og verð kannski búin að fá alveg nóg þegar siglingu lýkur, en þangað til ætla ég að njóta þess að sjá þetta allt umvafið rósrauðum blæ.

Ég fór í bíó um helgina ásamt Elenu og Dimitru úr kórnum og sá The Hours með Meril Streep, Nicole Kidman og Julianne Moore. Myndin var mjög flott klippt og framleiðslan (the producing) og leikurinn frábær, en ég var ekki alveg að átta mig á söguþræðinum og svo þegar myndin var allt í einu búin var eins og fótunum væri kippt undan mér. En ég er samt tiltölulega sátt. Eftir myndina kíktum við á kaffihús og spjölluðum um allt og ekkert og slúðruðum um kórinn.

Daginn eftir, á sunnudag, var svo kóræfing okkur til ánægju og yndisauka. Hún byrjaði kl. 16, margir mættu of seint vegna "Daylight Saving Time" sem átti sér stað þann dag og færir klukkurnar einni klukkustund framar. Svo eftir æfingu var haldið á kaffihús, og þar var setið í a.m.k. 3 klukkustundir yfir kaffibolla. Það eru semsagt ekki bara Íslendingar sem stunda Maraþonsetur á slíkum stöðum. Og þar sem kaffihús í Grikklandi eru frekar dýr (2,5 - 4 evrur fyrir einn kaffibolla - engin ábót!) þá tímir maður varla að kaupa meira en einn bolla. Við vorum svo 4 sem fórum og fengum okkur að borða eftir kaffihúsaferðina og ég varð að viðurkenna það oft og mörgum sinnum að ég hefði aldrei borðað "súflaki" og ekki borðað annan grískan mat nema matinn í skólanum. Það vakti mikla undrun meðal samæta minna, en þeir jöfnuðu sig svona smám saman.

Ég ætla svo að kíkja til Katrínar í kvöld, svona til að telja mér trú um að ég eigi mér meira félagslíf en bara kórinn. Það verður fínt.