þriðjudagur, apríl 01, 2003

Þar sem Fjóla hefur bent mér á að það eru ekki bara tölvurnar hér sem skila blogginu mínu svona ofurgrönnu, þá ætlaði ég að reyna að gera eitthvað í málunum. En nei, það er bara ekki í boði! Allavega ekki í dag, ég reyni kannski aftur á morgun.

Nú eru bara 9 dagar til brottfarar. Ferðin hefst á um 3ja klst. rútuferð til Patra (?) þar sem við tekur rúmur ef ekki einn og hálfur sólarhringur um borð í bát. En eftir það verðum við einungis 8 klst rútuferð frá Búdapest. Sumir eru með einhverjar kvíðabólur í maganum, en ég hlakka bara til, ég hef aldrei verið svona lengi um borð í bát. Og verð kannski búin að fá alveg nóg þegar siglingu lýkur, en þangað til ætla ég að njóta þess að sjá þetta allt umvafið rósrauðum blæ.

Ég fór í bíó um helgina ásamt Elenu og Dimitru úr kórnum og sá The Hours með Meril Streep, Nicole Kidman og Julianne Moore. Myndin var mjög flott klippt og framleiðslan (the producing) og leikurinn frábær, en ég var ekki alveg að átta mig á söguþræðinum og svo þegar myndin var allt í einu búin var eins og fótunum væri kippt undan mér. En ég er samt tiltölulega sátt. Eftir myndina kíktum við á kaffihús og spjölluðum um allt og ekkert og slúðruðum um kórinn.

Daginn eftir, á sunnudag, var svo kóræfing okkur til ánægju og yndisauka. Hún byrjaði kl. 16, margir mættu of seint vegna "Daylight Saving Time" sem átti sér stað þann dag og færir klukkurnar einni klukkustund framar. Svo eftir æfingu var haldið á kaffihús, og þar var setið í a.m.k. 3 klukkustundir yfir kaffibolla. Það eru semsagt ekki bara Íslendingar sem stunda Maraþonsetur á slíkum stöðum. Og þar sem kaffihús í Grikklandi eru frekar dýr (2,5 - 4 evrur fyrir einn kaffibolla - engin ábót!) þá tímir maður varla að kaupa meira en einn bolla. Við vorum svo 4 sem fórum og fengum okkur að borða eftir kaffihúsaferðina og ég varð að viðurkenna það oft og mörgum sinnum að ég hefði aldrei borðað "súflaki" og ekki borðað annan grískan mat nema matinn í skólanum. Það vakti mikla undrun meðal samæta minna, en þeir jöfnuðu sig svona smám saman.

Ég ætla svo að kíkja til Katrínar í kvöld, svona til að telja mér trú um að ég eigi mér meira félagslíf en bara kórinn. Það verður fínt.

1 Álit yðar:

At 9/2/18 10:02, Blogger Unknown said...

I like to get up early to go out and breathe fresh air. I feel that it is good for health and a good habit
http://fivenightsatfreddysplay.com

 

Skrifa ummæli

<< Home