þriðjudagur, apríl 22, 2003

Jæja, komin "heim" eftir frábært kórferðalag. Við komum í bæinn um klst. eftir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins (20.apríl), dauðþreytt eftir 2ja daga ferðalag. Þar sem ég er ekki búin að punkta neitt fyrirfram til að blogga held ég að það sé best að ég fari heim og geri slíkt (var of þreytt í gær) svo það verði eitthvað skipulag á ferðalýsingunni. Will return tomorrow.

Af öðru er það að frétta að ég var í klippingu áðan og gaurinn (sem ég hélt að talaði ensku) klippti of mikið af hárinu að mínu mati. Konan sem tók á móti mér sagðist tala ensku (en gerði það varla) og ég hélt að hún myndi klippa mig svo ég bar fram óskir mínar við hana (taka 5 cm af hárinu, vinsamlegast). En einhvernveginn skilaði það sér illa og klipparinn tók sig til og klippti aukalega upp stytturnar í toppnum mínum (sem voru einmitt búnar að ná þeirri sídd að ná bak við eyrun) svo nú er ég með einhverja gríska klippingu sem ég kæri mig lítið um. En gert er gert og best að reyna að gera sem best úr þessu. Og þetta vex alltaf aftur, segja þeir gömlu.

Ég og nokkrir spænskir krakkar erum að spá í að skreppa til Krítar þann 29. og vera í nokkra daga, ég þarf að reyna að redda mér svefnpoka fyrir þá ferð svo ég geti sofið "á dekkinu" á leiðinni. Ódýrasta fargjaldið, sko. Svo eru tónleikar hér í Aþenu þann 4.maí sem mig langar á, það er alveg nóg að gera þessa dagana...

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home