miðvikudagur, apríl 23, 2003

úps. Tímaþröng.

Allavega. Ferðin til Búdapest hófst með 3ja klst rútuferð til Patra, og þar tók við 30 klst bátsferð til Triesta (Ítalíu). Vegna leikjagleði kórmeðlima var lítið sofið, en sumir náðu nokkrum mínútum/hálftímum þessar 9 klst sem vorum í rútunni gegnum Ítalíu og Austurríki og fram til Búdapest. Ekki ég. Tékkuðum okkur inn á mjög fínt hótel í eða nálægt miðbænum. En Adam var ekki lengi í Paradís. Vegna keppnisreglna þurftum við að flytja okkur yfir á annað hótel í einhverju middle-of-nowhere-úthverfi, og mun minna fínt. En reynt var að gera gott úr hlutunum og við héldum bara góð partý á göngum hótelsins í staðinn, sem skilaði sér í viðvarandi svefnleysi. En svaka skemmtilegum tíma.
Og thegar hjer var komid sogu var bokasafni skolans lokad, halftima fyrir auglystan lokunartima. Vegna neydartilviks, var mjer sagt, en mig grunar ad starfsfolkid hafi bara viljad komast fyrr heim. Thvi sit jeg hjer a netkaffihusi, vid tolvu sem ekki hefur isl. lyklabord. Jeg er buin ad ga. Hef ekki naudsynlegan cd til ad redda theim malum.
En afram skal haldid med soguna. A seinna hotelinu i Budapest tokum vid undir okkur heila haed (ad undanskildu einu herbergi, sem svo fylltist af 4 korstrakum fra Bosniu-Hersegovinu), og thar sem margir hofdu tekid hljodfaeri med sjer (kassagitara, bousouki, "litid bousouki" sem jeg man ekki hvad heitir, fidlu og hljombord) vorum vid med lifandi tonlist a hverju kvoldi og hverri nottu. Og svo var bara vakad og sungid og dansad stift fram til kl. 4-6 a morgnana. Sem var svolitid threytandi til lengdar thar sem vid vorum raest uppur kl. 8 a morgnana til ad undirbua tonleika eda keppnina eda eitthvad annad. En thad sem ekki drepur mann, herdir mann.
Keppnin sem oll ferdin snjerist um, gekk vonum framar. Ad visu kludrudum vid einu lagi (af 3, thvi midur) en hin gengu nokkud vel. 2 dogum sidar kom svo i ljos ad vid hefdum lent i 9 saeti af 13, og folk var fra sjer af kaeti ("allt nema sidasta eda naestsidasta saeti!!"). Eftir 4 frabaera daga i Budapest var svo lagt af stad til Vinarborgar. Vid logdum af stad kl. 8 um morguninn og vorum komin a afangastad um kl.13. Tha tok vid okkur Grikki, busettur i Vin, og hann leiddi okkur um Grikkjastraeti (Griechen Gasse) og 2 kirkjur og i gegnum sogu Grikkja i Vin. Og allt a grisku natturulega, svo jeg skildi ekki nema thad sem samferdafolk mitt thyddi fyrir mig. Svo var farid i hollina (the palace) og a sama hatt og sama tungumali fraedst um sogu fyrrum ibua hennar. Og eins skildi jeg ekki nema brot af theim frodleik sem thar flaeddi um ganga og stofur. Vedrid var gott og thvi settumst vid beint upp i rutu ad thessu loknu og heldum a hotelid okkar i Vin. Sem var jafn fint og fyrst hotelid okkar i Budapest. En enn a ny var Adam ekki lengi i Paradis. Thau skilabod barust ad okkur baeri ad vakna kl.3 um nottina svo vid gaetum lagt af stad heim kl.4. Hvilik sorg. Sjerstaklega thar sem nokkur okkar akvadu ad thraeda gotur Vinarborgar svona rjett fyrir hattinn og saum oll heilmikid i budargluggum sem okkur langadi til ad kaupa. En thad var ekki aftur snuid, og vid hjeldum heim a leid i morgunsarid. Ferdalagid var svosem agaett, thad var fallegt ad keyra fra Austurriki og "gegnum" Italiu. Og svo gat madur sofid (loksins!) i batnum a leidinni heim.

Laet thetta naegja i bili, verd ad drifa mig i skolakaffiteriuna svo jeg fai ad borda.
Fer a tonleika med rokkgruppunni Stratovarius thann 4.mai, fer mogulega til Kritar i nokkra dag eftir helgi. Thannig er thad.

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home