fimmtudagur, maí 29, 2003

Grikkland er land verkfalla. Í þessari viku var loksins aflétt 2ja vikna verkfalli stundakennara. Þeir nýttu sér þessa nútímaaðferð uppreisnar til að mótmæla því hve illa og seint þeir fá borgað. All good comes to those who wait, er sagt, en þeim finnst kaupið greinilega ekki nógu gott til að bíða í 6-10 mánuði eftir því. Skiljanlegt svosem. Í gær voru svo strætóbílstjórar í verkfalli milli kl. 10 og 15, og í næstu viku fara stundakennararnir aftur í nokkurra daga verkfall. Þeir voru víst ekki nógu ánægðir með útkomuna á samningafundinum síðastliðinn þriðjudag. Hvílíkt og annað eins. Og 2 vikur eftir af önninni.

Ég horfði á Eurovision í lélegu sjónvarpi innan veggja heimilisins. Hefði verið til í meiri Eurovision-stemningu, en ég er ekki viss um að hún tíðkist hér. Allavega heyrði ég ekkert minnst á Júróvisjónpartý neinsstaðar. Hvað um það. Ég verð nú samt að lýsa ánægju minni yfir heildarsvipnum á keppninni, sviðið var þrælflott (fannst mér) og standardinn greinilega að hækka hvað lögin varðar. En ástin sveif greinilega yfir vötnum og réði ríkjum, svo við erum kannski ekki komin alla leið. En langleiðina samt. Grikkirnir flestir ánægðir með sitt lag, held ég. Ég fékk eftirfarandi sms frá hérlendum vini mínum: "How dare u! U didn't vote for us!! And to think we had the biggest titted candidacy!!!" Kannski var það bara flytjandinn sem þeir voru ánægðir með.

Þetta var enn ein smáfærslan. Maður verður svo latur hér í tæknileysinu.

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home