Ég fékk þetta líka skemmtileg plagg frá LIN núna um mánaðarmótin (sent heim í Garðabæ, útsendarar mínir þar skýrðu mér frá því) þar sem þeir sögðust ekki geta greitt út lán þessa önn vegna ónógs námsárangurs. Ég var ekki sátt og skrifaði harðort (þó ekki um of) bréf til LHI og óskaði eftir útskýringu og réttlætingu á þessari framkomu, mér hefði skilist að ég fengi dvölina hér úti dæmda sem fulla önn heima, hvort þau ætluðu að bíða með það fram í september að staðfesta þetta til LIN og að ég hefði alveg þegið vitneskju um það fyrirfram, vegna þess að nú myndi ég lenda í skuld við bankann. Og ég urraði þegar ég ýtti á "send" hnappinn.
Það kom svo í ljós á mánudag hversvegna LIN hefur ekki greitt út neitt námslán til mín, konan á Skiptinemaskrifstofunni hér hafði ekki sent LHI neina staðfestingu á veru minni hér (nokkuð sem ég bað um í byrjun APRIL og útskýrði af hverju!!) svo að LHI sendi LIN ekki nein plögg um að ég væri í námi núna. Ég fór náttúrulega rakleiðis á Er.skrifstofuna til að kvarta, en komst ekki langt með það, því í ljós kom að áðurnefnd kona er í fríi fram á mánudaginn næsta. Einhver samstarfsfélagi hennar bauðst til að koma skilaboðum áleiðis, ég efast nú um að nokkuð verði gert í málunum fyrr en eftir helgi. En þá mun ég líka mæta og kvarta og reka á eftir ! Og þá verður engin miskunn hjá Magnúsi (eins og sagt er).
Maður verður alltaf jafn hissa á því þegar maður þarf blátt áfram að ítreka það æ ofan í æ að fólk vinni vinnuna sína hér. Ég veit ekki hvort skrifstofufólk (pappírsfinnar) hér séu í einhverrri sér réttindabaráttu eða baráttu fyrir undirgefni annara, með attitjúdinu "Ég geri þetta bara ef ég hef tíma og ef mig langar til. Er þetta eitthvað svo mikilvægt annars? Ég get ekki séð að mitt líf breytist neitt við að sleppa þessu..."
0 Álit yðar:
Skrifa ummæli
<< Home