þriðjudagur, júní 17, 2003

Í gær var 35°C hiti og eins í dag. Pffffff. Og ekki bætir það ástandið að í þetta skipti eru það öskukarlar sem eru í verkfalli svo að ruslailmur skreytir götur Aþenu um þessar mundir. Hér eru reyndar ekki ruslatunnur við hvert hús, heldur ruslagámar á öðru hverju götuhorni, og í mörgum hverfum flóir út úr. Ekki í mínu samt, haha. (ekki enn, 7-9-13).

Þrátt fyrir að þetta sé risastór borg sem teygir úr sér í allar áttir þá eru engar almenningssamgöngur hér milli kl. 23:30-24 og 05-05:20. Ég heyrði í gær að þetta væri vegna einhvers samnings milli ríkisins og leigubílstjóra, því "leigubílstjórar þurfa líka að lifa" (svo vitnað sé í móður mína). Ágætt svosem, nema fyrir fátæka (og níska) námsmenn.

En nú eru bara um 2 og hálf vika þar til ég kem heim, hún Guðrún ætlaði að athuga (fyrir mig og sig) hvort ekki fyndist e.k. niðurtalningargræja á netinu fyrir svona bloggsíður. Svo hægt sé að fylgjast almennilega með.

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home