Hér er greinilega að koma sumar því hitinn er alveg að fara með mann. Þetta væri mögulega þolanlegt ef ekki væri heimavinna sem ég þyrfti að klára og ég þyrfti ekki að sofa heldur. Því við erum ekki með loftkælingu, og maður er farinn að liggja í rúminu og glápa upp í loft fram undir morgun, þegar fer að kólna aðeins (um kl.6). Hitastigið í gær og fyrradag var um 40°C held ég, og virðist ekkert fara of mikið niður á kvöldin. Og ég sem hélt að það væri náttúrulögmál. Greinilega ekki í Grikklandi, hér er ekki nærri allt eins og það ætti að vera. Finnst manni. En það verður allavega ágætt að koma heim og geta sofið, þó ég viti ekki hvernig mér tekst að venjast almennu hitastigi þar í landi. Eða að aðlagast til baka hvað tímaskyn varðar og fara að mæta á réttum tíma eitthvað. En tíminn mun leiða það í ljós...
Stefnan er tekin á Santorini og Krít í seinnihluta mánaðarins ásamt Veroniku frá Póllandi og mögulega einhverjum Spánverjum. Kannski maður kíki á fleiri eyjar svona í leiðinni...
0 Álit yðar:
Skrifa ummæli
<< Home