Er að koma upp bloggi fyrir Laufeyju, hef verið að áreita hana grimmt síðan fyrir helgi og fá hana til að byrja á þessu. Sem er kannski hrópandi mótsögn þar sem ég er sjálf frekar ódugleg að sinna mínu eigin. En svona er þetta.
Hlúnkur Skúnkur & Krækiberjasultan
Mikið væri hann Ivan Pavlov stoltur af mér núna...
mánudagur, október 27, 2003
x......x.......x
(titillinn er bara til að fá skiptilínu).
Nú er Katla búin að blogga (í fyrsta skipti síðan í maíbyrjun!) og ei skal maður minni vera, en skrá í opinberar dagbækur viðburði vikunnar.
Fyrir viku síðan og rúmlega það var þrítugsafmæli Sóleyjar "bekkjar"systur minnar í LHÍ og af því tilefni bauð hún öllu 3ja ári í hönnun í rokna partý heim til sín. Mæting skyldi vera kl.17:30 og svo djammað af krafti fram til miðnættis, en þá kæmi rúta sem flytti gesti úr Mosfellsbæ niður í miðbæ Reykjavíkur, enda ekki í göngufæri. Jújú, ekkert mál hugsaði ég með mér, vér mætum snemma til að dokjúmentera atburðinn (skólaverkefni) og tökum upp á video á hverjum klukkutíma. Það var svo einhverntíman á miðjum laugardeginum að hinn illgjarni sannleikur rann upp fyrir mér: Frá kl. 17:30 til miðnættis eru meira en 6 (sex!) klukkustundir! Og ég fór af miklu raunsæi að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að afbera sama fólkið í sex og hálfa klukkustund í strekk. Og það dimmdi yfir mér. En auðvitað bælir maður bara niður allan ótta og mætir með Sólheimaglott á vör og kæruleysið í farteskinu og lifir þetta af. Sem reyndist, þegar á hólminn var komið, ekki svo erfitt. Og þetta reyndist bara alveg ótrúlega skemmtilegt kvöld. Fólk misdrukkið en enginn svo ofurölvi að hann kæmist ekki klakklaust í rútuna. Rútan kom reyndar ekki fyrr en þegar klukkan var a.m.k. hálftíma gengin í eitt og þótti öllum fullsnemmt. En örlögin urðu ei flúin. Vegna ódrykkju og morgundagsanna fór ég bara heim í stað þess að fara í bæinn. Missti víst ekki af mjög miklu því hópurinn splundraðist að mestu þegar í bæinn var komið. Eins og við var að búast. En kvöldið lifir. Í minningunni allavega.
Á sunnudagskvöldið (fyrir einmitt réttri viku og einum degi) horfði ég svo á heimildarmynd Michaels Moore; Bowling For Columbine. Ekki slæm, en skyldi þó kannski taka með fyrirvara. Frændi minn (Bandarískur að föðurætt og uppalinn í Texas) benti réttilega á að þetta er ekki beinlínis heimildarmynd eins og þessar sem National Geographic Channel eða Discovery sýna, því skoðun höfundar skííííín í gegn og hann er langt frá því að vera "fjarlægur", ef þið skiljið hvað ég meina. En mér fannst þetta mjög áhugavert, verandi Evrópubúi hefur maður oft sterka skoðun á Ríkjunum og þeim er þau byggja. Og mér fannst þetta löngu tímabær samantekt, byssueign Bandaríkjamanna er komin út í öfgar að mínu mati. Mikki Moore benti áreiðanlega sjálfur á að byssueigandi B.menn eru margir hverjir hættir að notast við heilbrigða skynsemi, það flykir öruggara að skjóta fyrst og spyrja svo.
Mér finnst líka alveg ótrúleg þessi forræðishyggja stjórnarinnar þar, að ritskoða allt fréttaefni sem þegnar landsins hafa aðgang að til að annaðhvort "drepa ekki niður sigurviljann og andann" eða til að breiða yfir klúður sem hún hefur stofnað til. Þetta er algjör óvirðing og ekkert annað, að reikna bara með því fyrirfram að íbúar landsins geti ekki tekið rökstuddar ákvarðanir. Og minnkar að sama skapi ábyrgð stjórnar þar sem hún virðist ekki þurfa að svara til saka fyrir neinum nema sjálfri sér. Og er áreiðanlega ein orsök þess að við í Evrópu finnum okkur endalaust tækifæri til að segja sögur af "heimsku Kanans". En nóg um Bandaríkin.
Á föstudaginn var (sko, farin að nálgast daginn í dag) voru verkefnaskil og yfirferð. Nú skyldi skilað inn merkjum (logoum) fyrir væntanlega vöru okkar. Og jújú, það hafðist svosem, en sökum viðvarandi hugmyndadoða var ég ekki alveg nógu sátt við mína útkomu. En svo er alltaf möguleiki (allavega smá) til að koma sér aftur á réttan kjöl í næsta áfanga. Sem inniheldur umbúðahönnun með áðurnefndu merki.
Á föstudaginn fór ég líka í bíó. Sem var líklega hápunktur dagsins því ég fór með Laufeyju að sjá Kill Bill vol.1. Þrusugóð bara. Ansi blóðug og brútal, en Q.Tarantino vann sig vel út úr því með því að ýkja það bara enn meira. Mæli með henni.
Í þessum rituðu orðum kom hagl.
laugardagur, október 11, 2003
Blessud familian
Maður skyldi aldrei vanmeta góða ættingja. Ég á einmitt eina frænku sem geymir í fortíð, nútíð (og væntanlega framtíð) sinni ýmsar skemmtilegar (fyrir okkur hin) sögur af skiptum sínum við annað fólk, og lýsa þessar sögur atvikum sem gjarnan komu upp eftir mis hóflega neyslu áfengis. Nú er svo komið að í nær hvert skipti sem ég rís úr rekkju eftir djamm með óljósar minningar & móral, get ég huggað mig við það að "andskotinn hafi það, hún Auja hefur nú toppað þetta!"
Eins er Hannes frændi minn afar nytsamlegur, óski maður sér frelsis í fataburði. Ég gæti klæðst eiturgrænum loðjakka skreyttum glimmersettu jólaskrauti og farið í bleik gúmmístígvél við eða saumað mér alklæðnaði úr gardínum rykfallinna ríkisstofnana, og útskýrt þetta með einföldu "Já, ég fékk þetta lánað hjá Hannesi..." Og móðurættingjar mínir myndu ekki lyfta brún. Hannes á einmitt eiturgrænan laaanghærðan loðjakka sem mér tekst ekki að útskýra nema á einn hátt, að hann hafi ráðið niðurlögum einhvers Prúðuleikarans og fláð kvikindið.
fimmtudagur, október 09, 2003
As I've matured...
I've learned that you cannot make someone love you. All you can do is stalk them and hope they panic and give in.
I've l earned that one good turn gets most of the blankets.
I've learned that no matter how much I care, some people are just jackasses.
I've learned that whatever hits the fan will not be evenly distributed.
I've learned that you shouldn't compare yourself to others - they are more screwed up than you think.
I've learned that depression is merely anger without enthusiasm.
I've learned that it is not what you wear, it is how you take it off.
I've learned that you can keep vomiting long after you think you're finished.
I've learned to not sweat the petty things, and not pet the sweaty things.
I've learned that ex's are like fungus, and keep coming back.
I've learned age is a very high price to pay for maturity.
I've learned that I don't suffer from insanity, I enjoy it.
I've learned that we are responsible for what we do, unless we are celebrities.
I've learned that artificial intelligence is no match for natural stupidity.
I've learned that 99% of the time when something isn't working in your house, one of your kids did it.
I've learned that there is a fine line between genius and insanity.
I've learned that the people you care most about in life are taken from you too soon and all the less important ones just never go away. And the real pains in the ass are permanent.
----------
fékk thetta sent frá Siggu Magg, fyrrum vinnufélaga :)
Islenska vs. Macintosh
Nú hef ég komist að því að íslenskir stafir sem ég blogga af makkanum mínum virðast ekki skila sér sem skyldi. Það mun því lagað þegar ég kem heim og sest við gömlu góðu pc-heimilistölvuna.
Þema dagsins í dag er geðvonska. Hún hefur verið að áreita mig í allan morgun og ekkert útlit fyrir að hún sé að láta neitt undan. One can only hope að maður róist aðeins eftir kaffibolla nr. 2 (er bara á fyrsta kaffibolla dagsins) því einhvernvegin virðast einhver efni í kaffinu hlutleysa mína geðvonsku og almenna reiði í lífið og tilveruna. Húrra fyrir kaffigerðarmanninum!!!! Kannski maður reyni að koma á fót nýjum trúarbrögðum sem snúa að kaffiguðinum. Skrifa helgirit með leiðbeiningum um rétta notkun hins heilaga drykkjar og svoleiðis.
miðvikudagur, október 08, 2003
Ótrúlegustu sjálfspróf sem maður finnur á síðunni hennar Garúnar, og auðvitað verð ég að taka þau líka... (þegar ein kýrin pissar o.s.frv.)
Whoa. Hello, Mr/Miss Attitude. You would be the
type of drunk that would be quite angry and
want to get away from everyone, and not want to
deal with any trouble coming to you, especially
not cops. You like to do what YOU want. You
seem to be very annoyed with the world. It's
either that or you're somewhat depressed. You
find your relief most likely in alcohol and
other things. You don't like to be bothered
with anything. Calm down. Don't get too
frustrated. It might drive you to worse things.
If You Were to Get Drunk, What Kind of Drunk Would You Be?
brought to you by Quizilla
laugardagur, október 04, 2003
Jólabörn frá Helvíti
Jæja. Seint birtast sumir... EEEN birtast þó!!
Ég var að velta því fyrir mér, og já ég veit að nú er bara októberbyrjun, en ég var fjandakornið samt að velta því fyrir mér hvort við Íslendingar værum ekki mestu jólabörn í heimi? Allavega á topp 5 listanum. Hér skal nefnilega allt gerast fyrir jólin og líf okkar snýst að miklu leyti kringum þau (eins og jörð umhverfis sólu). Hér skal nefnilega allt gerast fyrir jólin. Fyrir u.þ.b. viku sá ég auglýsingu fyrir eldhúsinnréttingar "á frábærum kjörum"; raðgreiðslum til 30 ára og þú bregst strax við hefurðu "enn tækifæri á að fá upp innréttinguna fyrir jólin!" Og þetta var, já haldið ykkur, í september. Bráðum fáum við aftur auglýsingar á borð við "Í kjólinn fyrir jólin" og "Sjáum tólin fyrir jólin". Og í nóvember byrjar stressið við að koma parketinu á fyrir jólin eða hreinsa út úr geymslunni eða koma upp nýju eldhús-/baðherbergisinnréttingunni. Að ekki sé minnst á jólakortin sem eru send til allra vina og ættingja sem maður hefur annars ekki samband við, svona smá viðleitni til að segja "ég er nú ekki alveg búin að gleyma þér". Jólin eru kannski það besta sem við höfum því án þeirra gerðum við aldrei neitt.