Blessud familian
Maður skyldi aldrei vanmeta góða ættingja. Ég á einmitt eina frænku sem geymir í fortíð, nútíð (og væntanlega framtíð) sinni ýmsar skemmtilegar (fyrir okkur hin) sögur af skiptum sínum við annað fólk, og lýsa þessar sögur atvikum sem gjarnan komu upp eftir mis hóflega neyslu áfengis. Nú er svo komið að í nær hvert skipti sem ég rís úr rekkju eftir djamm með óljósar minningar & móral, get ég huggað mig við það að "andskotinn hafi það, hún Auja hefur nú toppað þetta!"
Eins er Hannes frændi minn afar nytsamlegur, óski maður sér frelsis í fataburði. Ég gæti klæðst eiturgrænum loðjakka skreyttum glimmersettu jólaskrauti og farið í bleik gúmmístígvél við eða saumað mér alklæðnaði úr gardínum rykfallinna ríkisstofnana, og útskýrt þetta með einföldu "Já, ég fékk þetta lánað hjá Hannesi..." Og móðurættingjar mínir myndu ekki lyfta brún. Hannes á einmitt eiturgrænan laaanghærðan loðjakka sem mér tekst ekki að útskýra nema á einn hátt, að hann hafi ráðið niðurlögum einhvers Prúðuleikarans og fláð kvikindið.
0 Álit yðar:
Skrifa ummæli
<< Home