fimmtudagur, október 09, 2003

Islenska vs. Macintosh

Nú hef ég komist að því að íslenskir stafir sem ég blogga af makkanum mínum virðast ekki skila sér sem skyldi. Það mun því lagað þegar ég kem heim og sest við gömlu góðu pc-heimilistölvuna.

Þema dagsins í dag er geðvonska. Hún hefur verið að áreita mig í allan morgun og ekkert útlit fyrir að hún sé að láta neitt undan. One can only hope að maður róist aðeins eftir kaffibolla nr. 2 (er bara á fyrsta kaffibolla dagsins) því einhvernvegin virðast einhver efni í kaffinu hlutleysa mína geðvonsku og almenna reiði í lífið og tilveruna. Húrra fyrir kaffigerðarmanninum!!!! Kannski maður reyni að koma á fót nýjum trúarbrögðum sem snúa að kaffiguðinum. Skrifa helgirit með leiðbeiningum um rétta notkun hins heilaga drykkjar og svoleiðis.

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home