laugardagur, nóvember 22, 2003

I used to think I was indecisive, but now I'm not sure.

Skólinn hefur tekið endalaust mikið á síðustu vikur, og þá mest andlega. Þessvegna hefur ekkert verið ritað hér. En nú mun vonandi bætt úr því með betri tíð og guð-má-vita-hvað. Þessvegna kemur hér vísa sem hún Ragnheiður frænka mín fór með í einhverri fjölskyldugleðinni:

Á kamrinum sit ég og kúka á fullu,
að kafna úr fýlu því ég er með drullu.
Á Jesú ég garga og alla guðs engla
því görnin á mér er að rifna í hengla.

Mér bárust þær fregnir frá herra Bergþóri að stofnuð hefðu verið í Hafnarfirði Samtök um gleðileg jól, sem hafa það að leiðarljósi að berjast gegn ofurmætti jólaauglýsinga sem hafa ruðst inn á yfirráðasvæði ekki-jólahalds, tímalega séð. Sambærilegt við norsku samtökin Gi oss jula tilbake! sem krefjast þess að jólunum verði skilað aftur til rétts tíma. Þ.e. til aðventunnar og seinni hluta desembermánaðar. Frábært framtak, segi ég bara.

Næsta mál á eigin dagskrá er að klára vinnudaginn, koma á kveðjunni "Gefi bjór" í stað "Góðann daginn" og láta Hauk frænda hjálpa mér með næsta skólaverkefni, sem er einmitt heimasíða. Skrifa verðlaunabók, frelsa heiminn, etc. etc...

laugardagur, nóvember 08, 2003

amajor
A major - you love to live life to the full. You
have a vibrant social life and are not afraid
to take life as it comes. You are content,
bright and often spontaneous.


what key signature are you?
brought to you by Quizilla

Ég er A-dúr! 3 krossar, ekkert minna. Ekki verra. B-in eru skemmtilegri, en maður kvartar samt ekki. Get þó ekki beinlínis sagt að félagslíf mitt hafi verið neitt vibrant upp á síðkastið, en skólinn tekur sinn toll. Maður verður bara að lifa með því og horfa til bjartari framtíðar sem vonandi leynist þarna einhversstaðar.

Eins og svo oft áður er laugardagur, og eins og svo oft áður á laugardegi er ég í vinnunni. Svo maður haldi nú í nýskapaðar hefðir, þá ætla ég að vitna í annara manna blogg.
Eyvi vinur minn leggur stund á söngnám í Guildhall School of Music and Drama í London og mætti þar engum öðrum en Orlando Bloom á skólatónleikum. Systir þess síðarnefnda var að spila með hljómsveit skólans svo hann hefur væntanlega verið þar til að hlýða á. Ég samgladdist Eyva, gaman að hitta fallega fólkið persónulega, en ég ætlaði alveg að míga á mig þegar ég las eftirfarandi: "Eins og gefur ad skilja stardi eg eins og belja a bogamanninn thangad til hann tok eftir thvi, tha rodnadi eg meira en thegar eg rak vid framan i tonleikagestina a Ceciliu Bartoli tonleikunum i fyrra". Svona er nú greinilega gaman í Lundúnum.

laugardagur, nóvember 01, 2003

Morpheus
Morpheus


?? Which Of The Greek Gods Are You ??
brought to you by Quizilla

Æ, maður hefur ekkert annað að gera þegar letin sækir á og neitar að slaka á hvössum klónum.





What lesser-known Simpsons character are you?

Brought to you by the good folks at sacwriters.com
.





What cartoon dog are you?

Brought to you by the good folks at sacwriters.com
.


Þar hafið þið það. Charming and Lovable. Svart á hvítu.

53 dagar til jóla !!! Ekki það að það hafi eitthvað farið framhjá manni að þau séu að nálgast, iKEA, Kringlan (að sögn) og Húsasmiðjan hafa tekið að sér hið vanþakkláta starf að minna oss á. Og af hverju? Eru einhverjir aðrir en verslanaeigendur (og mögulega Sólveig systir mín) sem hafa ánægju af því að fara í jólaskap í október? Ég bara spyr. Látið ljós ykkar skína á skoðanakönnuninni hér fyrir neðan.

Laugardagur til lukku, segja þeir. Það á eftir að koma í ljós. Mín nánasta framtíð virðist ekki bera annað í skauti sér en skólavinnu. Laufey orðaði þetta einmitt svo skemmtilega:
"föstudagur, október 31, 2003
Mér finnst svo skrítið að fólk sem hefur verið í skóla segir alltaf við mann: "Oh þú ert svo heppin að vera í skóla. Þetta var yndislegasti tími lífs míns. Maður var svo frjáls og óháður". Þetta er ekki alveg það sú tilfinning sem ég fæ. Ég hef engan tíma til þess að gera neitt nema læra og gera hópverkefni. Ég er á námslánum frá LÍN og fæ 30 þúsund krónur á mánuði, sem duga ekki fyrir helstu nauðsynjum þannig að ég á aldrei pening í lok mánaðarins. Skuldir mínar safnast hægt og sígandi upp, bæði skuldin frá LÍN og yfirdráttarheimildin mín. Það eru sem sagt einungis rauðar tölur sem skína á móti mér þegar ég kíki á heimabankann minn. Síðan er það sem sorglegast er og það er að ég fæ eflaust ekki nægilega mikla launahækkun fyrir þessa blessuðu BS-gráðu mína, sem ég er sveitt að vinna að, þegar ég fer út á vinnumarkaðinn vegna þess að ég er ekki með tippi."
Ljótt ef satt reynist. En maður lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. Á morgun er nýr dagur og þá fer ég í barnaafmæli, en slíkir viðburðir eru afar líklegir í að fela í sér kökuát og kaffidrykkju.