I used to think I was indecisive, but now I'm not sure.
Skólinn hefur tekið endalaust mikið á síðustu vikur, og þá mest andlega. Þessvegna hefur ekkert verið ritað hér. En nú mun vonandi bætt úr því með betri tíð og guð-má-vita-hvað. Þessvegna kemur hér vísa sem hún Ragnheiður frænka mín fór með í einhverri fjölskyldugleðinni:
Á kamrinum sit ég og kúka á fullu,
að kafna úr fýlu því ég er með drullu.
Á Jesú ég garga og alla guðs engla
því görnin á mér er að rifna í hengla.
Mér bárust þær fregnir frá herra Bergþóri að stofnuð hefðu verið í Hafnarfirði Samtök um gleðileg jól, sem hafa það að leiðarljósi að berjast gegn ofurmætti jólaauglýsinga sem hafa ruðst inn á yfirráðasvæði ekki-jólahalds, tímalega séð. Sambærilegt við norsku samtökin Gi oss jula tilbake! sem krefjast þess að jólunum verði skilað aftur til rétts tíma. Þ.e. til aðventunnar og seinni hluta desembermánaðar. Frábært framtak, segi ég bara.
Næsta mál á eigin dagskrá er að klára vinnudaginn, koma á kveðjunni "Gefi bjór" í stað "Góðann daginn" og láta Hauk frænda hjálpa mér með næsta skólaverkefni, sem er einmitt heimasíða. Skrifa verðlaunabók, frelsa heiminn, etc. etc...