laugardagur, nóvember 08, 2003

Eins og svo oft áður er laugardagur, og eins og svo oft áður á laugardegi er ég í vinnunni. Svo maður haldi nú í nýskapaðar hefðir, þá ætla ég að vitna í annara manna blogg.
Eyvi vinur minn leggur stund á söngnám í Guildhall School of Music and Drama í London og mætti þar engum öðrum en Orlando Bloom á skólatónleikum. Systir þess síðarnefnda var að spila með hljómsveit skólans svo hann hefur væntanlega verið þar til að hlýða á. Ég samgladdist Eyva, gaman að hitta fallega fólkið persónulega, en ég ætlaði alveg að míga á mig þegar ég las eftirfarandi: "Eins og gefur ad skilja stardi eg eins og belja a bogamanninn thangad til hann tok eftir thvi, tha rodnadi eg meira en thegar eg rak vid framan i tonleikagestina a Ceciliu Bartoli tonleikunum i fyrra". Svona er nú greinilega gaman í Lundúnum.

2 Álit yðar:

At 4/3/16 15:26, Blogger Unknown said...

Binary options are a great option for earning a housewife. I read a lot of bad reviews about binary options - a lie! Ask whether it is possible to make binary options? Can!!! Enjoys an excellent strategy to binary options, all happy! Strategy took away option-strategies.org/strategies/

 
At 7/3/18 03:32, Blogger Unknown said...

I like to get up early to go out and breathe fresh air. I feel that it is good for health and a good habit
19216811ll.com

 

Skrifa ummæli

<< Home