laugardagur, nóvember 01, 2003

Laugardagur til lukku, segja þeir. Það á eftir að koma í ljós. Mín nánasta framtíð virðist ekki bera annað í skauti sér en skólavinnu. Laufey orðaði þetta einmitt svo skemmtilega:
"föstudagur, október 31, 2003
Mér finnst svo skrítið að fólk sem hefur verið í skóla segir alltaf við mann: "Oh þú ert svo heppin að vera í skóla. Þetta var yndislegasti tími lífs míns. Maður var svo frjáls og óháður". Þetta er ekki alveg það sú tilfinning sem ég fæ. Ég hef engan tíma til þess að gera neitt nema læra og gera hópverkefni. Ég er á námslánum frá LÍN og fæ 30 þúsund krónur á mánuði, sem duga ekki fyrir helstu nauðsynjum þannig að ég á aldrei pening í lok mánaðarins. Skuldir mínar safnast hægt og sígandi upp, bæði skuldin frá LÍN og yfirdráttarheimildin mín. Það eru sem sagt einungis rauðar tölur sem skína á móti mér þegar ég kíki á heimabankann minn. Síðan er það sem sorglegast er og það er að ég fæ eflaust ekki nægilega mikla launahækkun fyrir þessa blessuðu BS-gráðu mína, sem ég er sveitt að vinna að, þegar ég fer út á vinnumarkaðinn vegna þess að ég er ekki með tippi."
Ljótt ef satt reynist. En maður lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. Á morgun er nýr dagur og þá fer ég í barnaafmæli, en slíkir viðburðir eru afar líklegir í að fela í sér kökuát og kaffidrykkju.

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home