sunnudagur, janúar 18, 2004

Hér er lítið fallegt ljóð:

Ef allt þetta fólk fær í gullsölum himnanna gist
sem gerir sér mat úr að nudda sér utan í Krist,
þá hlýtur sú spurning að vakna hvort mikils sé misst
ef maður að síðustu lendir í annari vist.
Jón Helgason

There was a young man from Cape Horn
who wished he had never been born
and he would't have been
if his father had seen
that the top of the rubber was torn.

Still alive...

Ég er enn á lífi, en sökum skóla verður lítið bloggað.
Á þriðjudaginn næstkomandi (viku eftir úthlutun leiðbeinanda) eigum við að skila fyrsta uppkasti að BA-ritgerð, 3 bls. um kafla og kaflaheiti og innihald hvers kafla fyrir sig. Við erum líka að vinna í 2ja eininga rannsóknarverkefni samhliða riðgerðarsmíð. Því verkefni skal skila 12.feb., BA-ritgerð þann 5.mars. Reyndar á ritgerðin okkar bara að vera um 15 bls. + myndir, því aðal-BA-atriðið er lokaverkefni sem við eigum að kynna 1.& 2.apríl og klára fyrir 15.maí, en þá opnar útskriftarsýning LHÍ-nemenda.
Þessvegna verður líklegast ekki mikið bloggað í bráð. Nema til að kvarta yfir fáránlegheitum LHÍ varðandi námslán og greiðslu skólagjalda. Skrifa um það næst. Nú skal lesið!!