sunnudagur, janúar 18, 2004

Still alive...

Ég er enn á lífi, en sökum skóla verður lítið bloggað.
Á þriðjudaginn næstkomandi (viku eftir úthlutun leiðbeinanda) eigum við að skila fyrsta uppkasti að BA-ritgerð, 3 bls. um kafla og kaflaheiti og innihald hvers kafla fyrir sig. Við erum líka að vinna í 2ja eininga rannsóknarverkefni samhliða riðgerðarsmíð. Því verkefni skal skila 12.feb., BA-ritgerð þann 5.mars. Reyndar á ritgerðin okkar bara að vera um 15 bls. + myndir, því aðal-BA-atriðið er lokaverkefni sem við eigum að kynna 1.& 2.apríl og klára fyrir 15.maí, en þá opnar útskriftarsýning LHÍ-nemenda.
Þessvegna verður líklegast ekki mikið bloggað í bráð. Nema til að kvarta yfir fáránlegheitum LHÍ varðandi námslán og greiðslu skólagjalda. Skrifa um það næst. Nú skal lesið!!

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home