sunnudagur, febrúar 08, 2004

Á mánudaginn barst okkur boðskort. Og okkur var boðið þann 3ja apríl. Ekki fylgdi sögunni hvert eða af hvaða tilefni. En nú á föstudaginn barst okkur annað boðskort sem útskýrði hið fyrra. Þar voru Hannes frændi og Berglind unnusta hans að boða til brúðkaups. Eigin brúðkaups. Áfallið var slíkt að ég datt úr kjálkalið. Svona hér um bil. Því þótt ég geti svosem séð þau fyrir mér sem hjón, þá er öllu erfiðara að sjá þau fyrir sér standandi uppáklædd í því að verða hjón (becoming married - (hljómar svolítið eins og þessir veruleikaþættir á Skjá einum) - will they manage it ??). En nóg um það. Þetta verður fjör. Og Hannes ætlar að finna sér eitthvað annað en hin margnotuðu (og sívinsælu) bleiku jakkaföt.
Í öllu þessi samhengi benti Bedda á þann óhugnað sem íslenskir brúðkaupsvefir valda henni, svo maður sá sér ekki annað fært en að kíkja á þá. Og viti menn! Á brúðkaup.is stendur m.a. eftirfarandi : "Hjartað þitt er að springa úr hamingju, hann er búinn að biðja þín. Þú segir öllum þeim sem heyra vilja þessar stórkostlegu fréttir og færð spurningar til baka; hvenær er stóri dagurinn? Hvar ætlið þið að gifta ykkur? Hvar verður veislan? Ætlið þið að hafa kvöldverð, kaffi eða hvað? Hvernig kjól o.s.frv." Hjálpi mér hamingjan. Annaðhvort er ég vonlaus rómantíker eða að fólk er að týna sér í ævintýrinu um "hinn fullkomna dag", "hamingjusamasta dag lífs síns" o.s.frv. Mikið er ég fegin að enn er bara hádegi. Annars gæti ég áreiðanlega ekki sofnað í kvöld. Og svo er allur vefurinn bleikur í þokkabót. En endilega kíkið og takið þátt í könnun um hvaða litaþema þið viljið hafa í ykkar brúðkaupsveislu eða lesið ykkur til ánægju og yndisauka, ekki seinna vænna ef maður hyggur á slíkar athafnir næsta árið. Brúðkaup.is

laugardagur, febrúar 07, 2004create your own visited country map

18 lönd af hve mörgum? Samkvæmt þessu hef ég heimsótt 8% landa heimsins, en bara 7% ef ég fækka löndunum niður í 17. Merkilegt prósentustig það. Og svo kemur ekki einusinni sjónræna kortið sem þeir lofuðu mér.