Það er reyndar hallærislegt að vera alltaf að blogga einhverjar heimspekilegar pælingar sem einhver annar hefur sett fram og maður hefur (náðarsamlegast) fengið sendar í fjöldatölvupósti, en ég ætla að láta mig hafa það eina ferðina enn.
Dagurinn í dag var eins og hver annar, nema hvað að ég var komin á fremsta hlunn með að ganga út úr skólastofunni minni á miðjum morgni og gefa skít í allt, taka fyrsta flug til London eða Belgíu eða Nýja Sjálands og tilkynna uppsögn í vinnu með tölvupósti daginn eftir. Hringja svo í kennarana mína í janúar á næsta ári, biðjast afsökunar á þessu og spyrja hvort ég mætti útskrifast það árið. En svo hætti ég við eftir töluverðar vangaveltur. Ég á heldur ekki pening fyrir flugi út.
en hér koma hin fallegu hugskot einhvers annars:
" Jákvæða hliðin á lífinu"
Það er dýrt að lifa á þessari jörð, en það er innifalin ókeypis
hringferð um sólina á hverju ári.
Lengd mínútu ræðst af því hvoru megin við baðherbergishurðina þú stendur
(sérstaklega með fullt hús af ungum konum!)
Afmælisdagar eru góðir fyrir þig - því fleiri sem þú átt, því lengur lifirðu.
Hamingjan kemur inn um dyrnar sem þú veist ekki einu sinni af að þú
hefðir opnað.
Hefurðu tekið eftir því að fólk sem kemur of seint er oft mikið glaðara
en fólk sem hefur þurft að bíða eftir því?
Ef Bónus er alltaf að valda verðlækkunum á matvöru, hvernig stendur þá á
því að ekkert er ennþá orðið ókeypis?
Sum mistök eru allt of skemmtileg til að gera þau bara einu sinni.
Ekki gráta af því að því er lokið, brostu af því að það gerðist.
Við getum lært heilmikið af litunum:
sumir eru skærir, sumir fallegir, sumir leiðinlegir, sumir hafa skrýtin
nöfn og allir eru þeir mismunandi.... en þeir geta allir komist ágætlega
fyrir í sama kassanum.
[enda eru eiga litir í litakassa það allir sameiginlegt að vera bæði heila- og hugsanalausir]
Raunverulega hamingjusamur maður er sá sem getur notið þess sem gerist
þegar hann endurtekur ferðina.
Eða eins og einn maður sagði - það er ákvörðun að vera hamingjusamur.