þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Nyja starfid

Þar sem ég fór ekki í Kennó eins og (að því er virðist) megnið af mínum kvenkyns ættingjum varð ég að gera eitthvað annað. Niðurstaðan: Stuðningsfulltrúi í barnaskóla. Ég verð mest með krakka í 2. bekk (7 ára) til að byrja með, svo breytist það kannski síðar. Er núna að aðstoða eina sem er nýflutt til landsins, talar enga íslensku og er svolítið utangátta með ýmislegt. En hún á eftir að pluma sig, það efast ég ekki um.
Dagur nr.2 var í dag, ég uppfull af kvefi sem ég er áreiðanlega búin að dreifa óeigingjarnt yfir bekkinn og kennarana á kaffistofunni, og mér líkar bara vel. Ennþá. Taka þetta dag fyrir dag. Ekki á árs-basis. Ég hef aldrei verið sömu í vinnu lengur en í ár, sem skrifast reyndar á reikning síendurtekinnar þarfar til frekara náms, en það breytist kannski núna. Nú ætti dagurinn líka að vera fremur fjölbreytilegur ef marka má reynslu síðustu (tveggja) daga.

Mætti á æfingu hjá Lúðrasveit Hafnarfjarðar í gærkvöldi, og viti menn, það var næstum eins og að koma heim aftur :-D Nú hlakka ég bara til að byrja aftur að spila fjandans eftirstuðin (off-beat) á hornið og tuða eins og í gamla daga. Svo er ég líka að leita mér að kór sem er til í að taka við mér. Mig langar svo í kór. En ekki kirkjukór.... og helst ekki kvennakór. Sérþarfir, sérþarfir. Mannskepnan er söm við sig. Og tónlistarskólinn / söngnámið byrjar á morgun. Það held ég að Snæa verði glöð að komast að því hvað ég hef verið einstaklega löt í sumar.

laugardagur, ágúst 14, 2004

Kvotin(n)

I wonder if on a rainy night, the sandman sends the mudman. - George Carlin
Everything that used to be a sin is now a disease. - Bill Maher

Now they show you how detergents take out bloodstains, a pretty violent image there. I think if you've go a T-shirt with a bloodstain all over it, maybe laundry isn't your biggest problem. Maybe you should get rid of the body before you do the wash. - Jerry Seinfeld

I always loved comedy, but I never knew it was something you could learn to do. I always thought that some people are born comedians. Just like some people are born dentist. - Paul Reiser

I can't get a relationship to last longer than it takes to make copies of their tapes. - Margaret Smith

When you get married and have a kid, you can't do all those things you wanted to do as a young existentialist of seventeen or eighteen, like kill yourself. - Al Rae

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

VÉR MÆLUM MEÐ: Shooting iron- síðunni. Afar áhugaverð, þó ekki endilega fyrir viðkvæmar sálir. Síðar í dag koma vonandi tilvitnanir vikunnar :-)