Limrur
Limrur geta verið afar skemmtilegt ljóðform. Í tilefni af Viku limrunnar sem hefst í þann mund sem hver og einn les þessi orð, mun ég setja hér fáeinar limrur sem urðu á vegi mínum í kvöld.
Hann Bárður í Selvogum brosti,
á bjarndýri reið hann í frosti.
Þó endar sú saga
í mjög hlýjum maga,
og þá var það bangsi sem brosti.
(Hrólfur Sveinsson)
Menn, sem að meyjum hyggja
mest þegar fer að skyggja
og hafa þann metnað
að hindra ekki getnað
meðlögum landið byggja.
(Magnús Óskarsson)
En levnadskonstnär i Granada
som bodde förnöjd i en lada,
blev glad i sitt sinn
när det regnade in.
Fint, tänkte han, nu kan jag bada.
En barflicka i Costa Rica
såg den säkraste stamgästen svika,
drog en dolk från sitt bröst,
sa med skälvande röst:
Förrädare, dö eller fika!
(þessar tvær sænsku eru úr bókinni All världens limerickar eftir Ture Seck og Rune Åquist)