sunnudagur, október 31, 2004

Gleðilega hrekkjavöku, allir !! Ég fór í hrekkjavökugleði í gær ásamt Báru uppstríluðu og tveimur vinkonum hennar. Ég fæ hana vonandi til að senda mér myndirnar af okkur, ég get þá sett hana inn.

C/P af www.mbl.is
Meintar nornir náðaðar í Skotlandi á hrekkjavökunni

Meintar nornir - og kettirnir þeirra - sem teknar voru af lífi í trúarofstækisbylgju á 16. og 17. öld verða náðaðar á hrekkjavökunni á sunnudaginn í skoska bænum Prestonpans. ?Það verða engir nornahattar, búningar eða þvíumlíkt. Þetta verður alvöruþrungin athöfn," sagði Adele Conn, fulltrúi dómstólsins sem veitir náðunina.
Alls hlýtur 81 náðun, allt fólk sem var tekið af lífi fyrir að vera nornir. Náðunin er veitt á grundvelli aldagamalla laga sem numin verða úr gildi innan nokkurra vikna. Rúmlega 3.500 manns, flest konur og börn, auk kattanna þeirra, voru tekin af lífi í Skotlandi í nornaveiðum fyrr á öldum. Margir voru dæmdir á hæpnum forsendum, svo sem því að eiga svartan kött eða brugga grasaseyði.

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home