þriðjudagur, maí 31, 2005

Rakst á þessa síðu út frá síðunni hennar Beddu, ég virkilega mæli með henni! Þarna segir fólk frá leyndarmálum sínum í póstkortalistformi. Tengill á síðuna verður framvegis undir nafninu "Nafnlaus leyndarmál" hér hægra megin.

mánudagur, maí 30, 2005

Makrel við í stórari MTV-kapping

Fékk þetta sent frá Jens Guð í dag:
"Nú skulum við hjálpa færeyskum vinum okkar og frændum í Makrel (sem hreppti annað sætið í Músíktilraunum 2002 og gítarleikarinn skemmtilegi, Rasmus Rasmusen, var kosinn besti gítarleikarinn. [... sjá neðar ...] Það sem þarf að gera er að fara inn á http://www.nordicunsigned.com/index.asp og greiða Makrel atkvæði. Ef Makrel kemst áfram þurfum við að halda áfram að greiða þeim atkvæði allt til enda."

"Föroyski superbólkurin Makrel, sum jú var fyrsti bólkurin at verða kunngjördur at spæla á Föroya största og feitasta tónleikatilaki, og sum eftir Prixið hevur lagt föroyar fyri föturnar, fær nú eisini talentskóta eyguni á MTV at spíla seg út. Talan er um eina stóra tónleikakapping á MTV, sum fevnir um alt skandinavia. Vinningarnir eru m.a. studioupptöka við distributión í öllum skandinavia, sjónbandalag, plátusáttmáli o.s.fr. - ella við öðrum orðum: allar greiðir.
Hetta er komið í lag eftir at Makrelarnir varnaðust eina lýsing á MTV, sum heitti á bólkar uttan plátu- og managementkontraktir, sokallaðir unsignaðir bólkar, at leggja eitt ikki útgivið lag á eina ávísa heimasíðu. Hetta gjördu makrelarnir og sluppu harnæst gjögnum fyrsta nálareyga í kappingini um m.a. plátusáttmálan. Tað eru tey vitjandi á heimasíðuni www.nordicunsigned.com sum atkvöða, hvör bólkur sleppur víðari. Tíggju bólkar kappast hvörja viku og tríggir av hesum sleppa hvörja viku víðari til eina mánaðarfinalu. Fjórðu hvörja viku er mánaðarfinala, og úr henni sleppa tríggir bólkar í finaluna. Finalanverður avgjörd við lutvíst internetatkvöðum og lutvíst dómaraatkvöðum.
Við at fara inn á síðuna, kanst tú atkvöða og harvið stuðla G! aktuellu Makrel at fáa plátusáttmálan. Tú kanst atkvöða einaferð um samdögrið frá hvörjum ip-bústaði, so tað er umráðandi at vitja hvönn dag og atkvöða nú meðan Makrel dystast.
Leonard Cohen sang á sinni "Fyrst we take Manhattan, then we take Berlin" og vóna hetta er galdandi fyri Makrel, sum fyrst tóku Fuglafjörð, síðan Trongisvág, síðan allar Föroyar og nú glímast við Skandinaviu.

Góða eydnu boys frá okkum."

föstudagur, maí 27, 2005

42

Lífsins gáta ráðin, og það á örstundu af Kristínu. Svörin eru eftirfarandi:
Já.
Já.
Nei.
Já.
Gott að eiga svona vini :-)

tilfinningakikk?

Í dag gerðist ég svo djörf að byrja á tiltekt í garðhúsi foreldra minna, með það fyrir augum að geta nýtt það sem vinnuaðstöðu (fyrir sjálfa mig). Eftir að hafa ryksugað gólfflötinn að mestu tók ég eftir því að neðan úr hárinu á mér hékk lítil gulgræn könguló eða dordingull. Eftir smávegis baráttu við aftaníþráðinn sem úr henni/honum lafði, því þessir óþokkar eru ósýnilegir en fjári sterkir miðað við það, fór ég að líta aðeins betur í kringum mig. Og viti menn! Uppi í lofti héngu nokkrar feitar köngulær og heill haugur af þessum gulgrænu. Ég sá mér ekki annað fært en að ryksuga hjörðina bara í burtu, það hefði tekið heila eilífð að ætla að tína hersinguna upp og henda út með handafli. Þegar ég svo hætti tiltekt fór ég svona að skanna mig upp og niður og kíkja í hárið til að sjá hvort þar kæmu nokkuð köngulær spígsporandi, ég átti að fara að syngja á vortónleikum í tónó og það væri heldur óskemmtilegt ef litlir laumufarþegar færu að dreifa sér um allan sal á tónleikunum. Meðan á þessari köngulóarleit stóð, áttaði ég mig á því að mér fyndist ekkert hræðilegt eða ógeðslegt eða hrollvekjandi að finna nokkra litla skratta á mér, ég myndi bara henda þeim út. Og það var ekki laust við að ég fyndi til vonbrigða, mér leið eins og ég hefði verið svipt allavega einum tóni í litrófi tilfinningaskalans. Út frá því fór ég að velta því fyrir mér hvort það sé þessvegna sem við (mannfólkið) sækjum í það að hneykslast (slúður og hneykslissögur) og hræðast og að bregða og að gera það sem er bannað, því það sé það sem litatóni líf manns? Do we need our regular emotional kick? Svari því sá sem veit. Og sá sem veit, veit hann/hún kannski hvort hægt er að finna þessari "neikvæðu" tilfinningaþörf annan farveg? Gæti maður kannski gert góðverk og fengið gæskukikk í staðinn fyrir svona pastellita væmniskennd? Ég bíð spennt.

laugardagur, maí 21, 2005

Konstantinos og Eleni eiga nafnsdag í dag (Grikkland). Ég þekki einmitt eitt af hvoru. Til hamingju!! Í Grikklandi heldur fólk allavega jafnmikið upp á nafnsdag og afmælisdag, og þar sem þessi tvö nöfn eru með þeim vinsælustu þá er óóóógeðslega mikið að gera í blómabúðum landsins þennan dag. Það sagði hún Katrín Ósk mér, en hún hefur einmitt unnið í grískri blómaverslun í einhver 5 ár. Og þar er fólki algjörlega þrælað út, sérstaklega svona útlendingum sem mega bara vera þakklátir fyrir að hafa vinnu yfirhöfuð.

Konstantinos hringdi í mig áðan til að heyra í mér hljóðið og rukka mig um bréfið sem ég hef lofað með reglulegu millibili síðan í júní 2003. Ég ætla að reyna að finna mér tíma í sumar til að skrifa það áður en ég fæ ígerð í samviskubitið.

Anna Valdís og Baldur Rökkvi

Ég ætlaði náttúrulega að láta þess getið hvaða börn þetta voru sem litu dagsins ljós nýverið. Það voru þau Anna Valdís Laufeyjar Ýrar- og Garðarsdóttir 04.05.05 kl. 23:22 og Baldur Rökkvi Hannesar Þórs- og Beddusonur 06.05.05 kl. 02:30~ Það merkilega var að samkvæmt fæðingarskýrslu átti að vera mánuður á milli þessara barna, en þegar Anna Valdís fæddist 10 dögum fyrir áætlaðan tímaog Baldur Rökkvi rúmum 2 vikum eftir sinn áætlaða tíma, þá styttist þessi mánuður niður í 27 klukkustundir. En fimmti fimmti núll fimm er greinilega jafn smásmugulegur dagur og miðjan á skotskífu, því hvorugu barninu tókst að hitta. Close, but still no cigar.

Okkur líður nokkuð vel - stígvél!

Í tilefni tveggja barnsfæðinga (ekki minna) ákvað ég að endurnýja kynni mín við bloggheima. Það var 6. maí. Ekkert gerðist. En nú hefur aðeins meira vatn runnið til sjávar og ég hef tekið 4 próf í tónlistarskólanum (tónlistarsaga, tónheyrn, hljómfræði, miðstigspróf, í þessari röð), fylgst með risi okkar og falli í Evróvisjón, drukkið ótæpilega af hvítvíni í veislu sem haldin var í tilefni burtfarartónleika stöllu minnar og tapað steindýrinu mínu. Mikil sorg. En í dag er nýr dagur, nýir útskriftartónleikar (mun þó halda mig frá vínveitingum í dag), skírnarveisla, hundapössun, oooog! áframhaldandi Evróvisjón. Moldavía! Mínir menn!!