Anna Valdís og Baldur Rökkvi
Ég ætlaði náttúrulega að láta þess getið hvaða börn þetta voru sem litu dagsins ljós nýverið. Það voru þau Anna Valdís Laufeyjar Ýrar- og Garðarsdóttir 04.05.05 kl. 23:22 og Baldur Rökkvi Hannesar Þórs- og Beddusonur 06.05.05 kl. 02:30~ Það merkilega var að samkvæmt fæðingarskýrslu átti að vera mánuður á milli þessara barna, en þegar Anna Valdís fæddist 10 dögum fyrir áætlaðan tímaog Baldur Rökkvi rúmum 2 vikum eftir sinn áætlaða tíma, þá styttist þessi mánuður niður í 27 klukkustundir. En fimmti fimmti núll fimm er greinilega jafn smásmugulegur dagur og miðjan á skotskífu, því hvorugu barninu tókst að hitta. Close, but still no cigar.
0 Álit yðar:
Skrifa ummæli
<< Home