laugardagur, maí 21, 2005

Konstantinos og Eleni eiga nafnsdag í dag (Grikkland). Ég þekki einmitt eitt af hvoru. Til hamingju!! Í Grikklandi heldur fólk allavega jafnmikið upp á nafnsdag og afmælisdag, og þar sem þessi tvö nöfn eru með þeim vinsælustu þá er óóóógeðslega mikið að gera í blómabúðum landsins þennan dag. Það sagði hún Katrín Ósk mér, en hún hefur einmitt unnið í grískri blómaverslun í einhver 5 ár. Og þar er fólki algjörlega þrælað út, sérstaklega svona útlendingum sem mega bara vera þakklátir fyrir að hafa vinnu yfirhöfuð.

Konstantinos hringdi í mig áðan til að heyra í mér hljóðið og rukka mig um bréfið sem ég hef lofað með reglulegu millibili síðan í júní 2003. Ég ætla að reyna að finna mér tíma í sumar til að skrifa það áður en ég fæ ígerð í samviskubitið.

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home