laugardagur, maí 21, 2005

Okkur líður nokkuð vel - stígvél!

Í tilefni tveggja barnsfæðinga (ekki minna) ákvað ég að endurnýja kynni mín við bloggheima. Það var 6. maí. Ekkert gerðist. En nú hefur aðeins meira vatn runnið til sjávar og ég hef tekið 4 próf í tónlistarskólanum (tónlistarsaga, tónheyrn, hljómfræði, miðstigspróf, í þessari röð), fylgst með risi okkar og falli í Evróvisjón, drukkið ótæpilega af hvítvíni í veislu sem haldin var í tilefni burtfarartónleika stöllu minnar og tapað steindýrinu mínu. Mikil sorg. En í dag er nýr dagur, nýir útskriftartónleikar (mun þó halda mig frá vínveitingum í dag), skírnarveisla, hundapössun, oooog! áframhaldandi Evróvisjón. Moldavía! Mínir menn!!

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home