miðvikudagur, júlí 20, 2005

Beljur og þingmannaskrattar!

Mér hafa borist til eyrna þær upplýsingar að það sé hinum háborna kynstofni íslenskra kúa að þakka að við Íslendingar stöndum ekki í sífelldu (árvissu) flakki milli sumar- og vetrartíma. Skömmu eftir seinna stríð, þegar Íslendingar vissu eigi gjörla hvað gera skyldi við svo nýfengið alvald en funduðu þess í stað og skráðu ný og breytt lög til að auka á sérstöðu lands og þjóðar, var fundað um það á Alþingi hvort breyta skyldi klukkunni eftir höfuðárstíðunum tveim. Niðurstaðan var sú að það skyldi ekki gert, kýrnar væru alltaf mjólkaðar á ákveðnum tímum dags og hvernig ættu þær að vita hvort klukkan væri samkvæmt sumri eða vetri? Það er svosem gott og blessað, en hvernig í ósköpunum datt alþingismönnum að taka svona afgerandi ákvörðun að sumri til?!? Nú erum við föst í sumartíma (klukkutíma á undan áætlun) um aldur og ævi.

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home