mánudagur, júlí 25, 2005

hvað á barnið að heita?

Ég keypti mér nýja vekjaraklukku í gær, svona svaka fína með útvarpsvekjara og geislaspilara, og getur maður valið um hvort vaknað skuli til útvarps eður til ákveðins lags geisladisksins. Strax í gær ákvað ég að klukkan skyldi hljóta nafnið Brjánn, Brjánn Thomson. Fannst það fallegt og gjörvilegt nafn sem hæfði vel slíkri eðal-klukku. Nema hvað að þegar ég er lögst upp í rúm gjóa ég augunum si svona á klukkuna og þá rennur upp fyrir mér ljós. Brjánn virðist vera kvenkyns! Sé það málið (og sé hann ekki bara svona hrottalega kvenlegur Brjánn) þá gengur hið áðurvalda og ídeala nafn (örugglega konunganafn!) ekki, og auglýsist hérmeð eftir kvenkyns nöfnum sem gætu komið í staðinn.

Ef bíllinn er ekki bilaður eða bensíntankurinn götóttur, þá er ég á leið upp í Borgarnes á eftir! Gleðigleði.

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home