þriðjudagur, júlí 19, 2005

hvar eru svefnréttarfélögin núna?

Á myndinni hér að ofan má (vonandi) sjá að Ísland liggur ekki á hinni víðfrægu Greenwich-miðlínu sem klukkan okkar virðist þó vera stillt eftir. Eftir því sem ég fæ best séð þá erum við látin vakna klukkustund fyrr en líkamsklukka okkar segir til um, þannig að þegar Íslendingar mæta til vinnu klukkan 8, þá er hún í rauninni bara 7! Ég vil minn burtrænda morgunsvefnsklukkutíma!!!

Eitthvað er maður annars að klikka á reglulegum færslum í vefdagbók (en þeim mun duglegri við bréfskriftir), en það verður bara að hafa það. Ég hef það bak við eyrað. Annars var ég á vísindavef Háskólans og rakst þá á þessa stórskemmtilegu upptalningu á ýmsum samsettum orðum sem eru þeim eiginleikum búin að innihalda þrefalda (3x) samhljóða :
brunnníðingur
bögggjarn
falllóð
fimmmaður (mikið fyrir 5)
fimmmenningar
gubbbragð
gulllitaður
hasssljór
jukkkartöflur
kolllítill
popppottur
radddauður
rapppar
rasssetinn
rasssíður
rokkkona
rokkkóngur (Elvis, sem var líka sukkkappi)
rokkkjuði
ruggglaður (um barn)
sigggróinn
slikkkaffi (ódýrt!)
slikkkaramella
stafffróður (starfsmannastjóri)
svalllífi
vaggglaður (um ölvaðan mann)

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home