miðvikudagur, júlí 20, 2005

vér erum víkingar!

Stakk mér til sunds í gær í Nauthólsvíkinni ásamt þeirri sem ekki má nefna þar sem hún er enn að ná sér eftir veikindi. Og þar sem við erum alvöru víkingar létum við okkur ekki nægja að fara í ídælda sjóinn heldur klifum við björgin háu og fórum í sund í alvöru íslenskum (ísköldum) sjó! Lofthiti: 14°C, sjóhiti 11°C. Og hvílíkur sársauki sem fylgdi því að halda handleggjum undir yfirborðinu! Ég hélt hann ætlaði aldrei að dvína. Fótleggir, kroppur, framhandleggir; lítið mál. Úlnliðir og upphandleggir; hrikalegt! En auðvitað vandist það svo á endanum.
Vorum ekki lengi í sjónum þetta skiptið, en næsta skipti, næsta skipti verður sko synt!

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home