miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Viktoría Brynhildur

... er það ekki ágætt? Viktoría Brynhildur Thomson? Segið nú endilega hvað ykkur finnst.

Viktoría?

Vekjaraklukkan mín, sú er áður hét Brjánn, mun hér eftir líkast til heita Viktoría. Ábendingin frá Norninni um nafnið "Bibba" (eftir þeirri á Brávallagötunni) þótti góð (enda sú eina sem barst) en ekki nógu konungleg. Í nafninu Viktoría felst einnig sú von að hún muni bera sigur af hólmi á morgnana í baráttu um hvor okkar fái að ráða, sú er vill vekja eða sú er vill sofa. En þrátt fyrir sinn augljósa kost er Viktoría full útlenskt til að þóknast mínum geþótta að fullu, og berist aðrar hugmyndir um alvöru íslenskt valkyrjunafn þá mun heiti klukkunnar góðu mögulega verða endurmetið.