Bakka-Lárus
Horfir einhver á íslenska Bakka-Lárusinn? Ég ætlaði að reyna við einn þátt en hafði svo bara þol upp á 15 mínútur. Með auglýsingahléi. Sjálfspyntingarhvötin er ekki að gera sig. Ég hef svosem ekkert út á þátttakendurna að setja, en þáttastjórnandinn var einhvernveginn allt of mikil eftiröpun af þeim bandaríska fannst mér. Maður líður Bandaríkjamönnum þetta því þeir eru eins og þeir eru (skv. almannarómi), en æ, ekki hér.
Clocked again?
Samkvæmt bloggsíðu Kristínar hefur hún líka klukkað mig. Ég hélt nú að maður fengi að vita svona lagað, in person. Ég klukkaði fólk bara í kommentakerfið þeirra (Andrea, taktu þetta til þín. Bedda líka).
Ætli ég hafi 5 tilgangslausar staðreyndir í viðbót? Kannski.
1. Ég hlustaði á lagið Hypnotic með Bomfunk MC á repeat í samtals 20 mínútur í gær.
2. Mér detta nær alltaf í hug hin fleygu orð "dokk furir" úr Andrés-blöðunum þegar ég hnerra og einhver óskar þess að guð hjálpi mér.
3. Og mér datt í hug hið alþekkta "Gone again?!!" úr Nightmare Before Christmas þegar ég reit titilinn á þessa færslu. Hún hljómar enn í eyrum mér.
4. Mér finnst græn paprika betri en annarslitaðar því hún minnir mig á gras.
5. Fyrir framan mig er minnismiði sem á stendur ,,Grýla var tröllkerling leið og ljót".
I have been clocked!!!
Hún Garún gerði sig heimakomna á kommentakerfið mitt og KLUKKAÐI MIG um daginn. Því fylgir sú kvöð að koma klukkinu áfram til einhvers annars auk þess að rita niður 5 tilgangslaus atriði um mig sjálft.Svo hér koma þau:1. Ég borgaði 13.200 kr. fyrir viðgerð á einni tönn í dag og 950 kr. fyrir munnskol, samtals 14.150 .-2. Mér finnst algjörlega óþarft að setja meira en tvær kúfaðar skeiðar í kaffikönnuna í vinnunni, auk þess sem mér finnst það gera kaffið vont.3. Ég hef átt 7 einingar á ljósritunarkorti Þjóðarbókhlöðunnar í meira en ár.4. Pappírinn í prentaranum mínum er að verða búinn vegna þess að ég hef trassað það í meira en viku að endurnýja birgðirnar, og ég er viss um að á sunnudaginn á ég eftir að blóta þessum trassaskap í sand og ösku.5. Ég á nahuatl-enska/ensk-nahuatl vasaorðabók.Og þar hafið þið það. Nú þarf ég bara að klukka einhvern.
quiz time!
Hversu eðlileg(ur) ertu?
- take the test - face the truth!
http://paul.merton.ox.ac.uk/language/analogies.html - Worst analogies ever written in a high school essay
oxymoron ...
... lærði ég í gær og er orð dagsins. Oxymoron eru orð sem standa saman í setningu en eru í raun andstæður eða geta í raun ekki staðist.Dæmi : Öfgasinnaðir jafnaðarmenn (flokkur sem gaf kost á sér í einhverjum kosningunum, að sögn)Strákslegur afiVítisenglar110 %Vikudagur
Living Dead
fat-free cream cheese
... og einnig lokaniðurstaða (final conclusion). Væntanlega með tilliti til þess að niðurstaða er alltaf loka-. Merkilegur andskoti.Fullt af allskyns engilsaxneskum oxymoronum má finna á þessari síðu.Oxymoron Humour er líka fyndin.