fimmtudagur, september 29, 2005

Bakka-Lárus

Horfir einhver á íslenska Bakka-Lárusinn? Ég ætlaði að reyna við einn þátt en hafði svo bara þol upp á 15 mínútur. Með auglýsingahléi. Sjálfspyntingarhvötin er ekki að gera sig. Ég hef svosem ekkert út á þátttakendurna að setja, en þáttastjórnandinn var einhvernveginn allt of mikil eftiröpun af þeim bandaríska fannst mér. Maður líður Bandaríkjamönnum þetta því þeir eru eins og þeir eru (skv. almannarómi), en æ, ekki hér.

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home