fimmtudagur, september 29, 2005

Clocked again?

Samkvæmt bloggsíðu Kristínar hefur hún líka klukkað mig. Ég hélt nú að maður fengi að vita svona lagað, in person. Ég klukkaði fólk bara í kommentakerfið þeirra (Andrea, taktu þetta til þín. Bedda líka).
Ætli ég hafi 5 tilgangslausar staðreyndir í viðbót? Kannski.

1. Ég hlustaði á lagið Hypnotic með Bomfunk MC á repeat í samtals 20 mínútur í gær.
2. Mér detta nær alltaf í hug hin fleygu orð "dokk furir" úr Andrés-blöðunum þegar ég hnerra og einhver óskar þess að guð hjálpi mér.
3. Og mér datt í hug hið alþekkta "Gone again?!!" úr Nightmare Before Christmas þegar ég reit titilinn á þessa færslu. Hún hljómar enn í eyrum mér.
4. Mér finnst græn paprika betri en annarslitaðar því hún minnir mig á gras.
5. Fyrir framan mig er minnismiði sem á stendur ,,Grýla var tröllkerling leið og ljót".

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home