fimmtudagur, september 29, 2005

I have been clocked!!!

Hún Garún gerði sig heimakomna á kommentakerfið mitt og KLUKKAÐI MIG um daginn. Því fylgir sú kvöð að koma klukkinu áfram til einhvers annars auk þess að rita niður 5 tilgangslaus atriði um mig sjálft.
Svo hér koma þau:

1. Ég borgaði 13.200 kr. fyrir viðgerð á einni tönn í dag og 950 kr. fyrir munnskol, samtals 14.150 .-
2. Mér finnst algjörlega óþarft að setja meira en tvær kúfaðar skeiðar í kaffikönnuna í vinnunni, auk þess sem mér finnst það gera kaffið vont.
3. Ég hef átt 7 einingar á ljósritunarkorti Þjóðarbókhlöðunnar í meira en ár.
4. Pappírinn í prentaranum mínum er að verða búinn vegna þess að ég hef trassað það í meira en viku að endurnýja birgðirnar, og ég er viss um að á sunnudaginn á ég eftir að blóta þessum trassaskap í sand og ösku.
5. Ég á nahuatl-enska/ensk-nahuatl vasaorðabók.

Og þar hafið þið það. Nú þarf ég bara að klukka einhvern.

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home