laugardagur, október 15, 2005

I've seen life, the universe and everything

Mætti í Smekkleysu í dag og hlýddi þar á hina geysifrábæru 200 (Tveyhundrað) frá Færeyjum. Þeir spila á Grandrokk á eftir viku (þann 22.) svo kannski maður láti sjá sig þar líka. Alltaf gaman á Grandrokk.

Fór svo í heimsókn til bróður míns og sá endimörk alheimsins. Því get ég með sanni sagt "now I've seen everything, and from every angle". Reyndar úr það mikilli fjarlægð að ekki er víst að ég hafi tekið eftir öllu sem fram fór eða nákvæmri staðsetningu þess, en ég hef séð það, svo mikið er víst. Svo "zoom"-uðum við inn og skoðuðum stjörnumerkin og staðsetningu stjarnanna, pláneturnar í okkar sólkerfi og fleira í þeim dúr.
Ja, þær geta verið til fjár, ferðinar til bróður míns.

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home