miðvikudagur, október 12, 2005

the road to hell is paved with good intentions

Þegar ég ,,stofnaði" þetta blogg þá var það af því að ég ætlaði að verða rithöfundur og vantaði æfingu.
Það er reyndar lygi, ég byrjaði á þessu áður en ég fór til Grikklands svo ég þyrfti ekki að skrifa eins mörg bréf, en ég mig langaði samt að sjá hvort ég væri þess búin að geta komist vel og skemmtilega að orði. Ég tel mér nefnilega reglulega trú um að ég geti skrifað skemmtilega texta auk þess sem mér finnast eigin vangaveltur oft æði gáfulegar. Kunnugir þekkja vel hvernig tekist hefur til við daglegar færslur. Síðar skráði ég mig inn á rithringur.is í þeim tilgangi að æfa skriftarvöðvann. Ég held ég eigi 1 gagnrýni, 3 æfingar og 2 komment þar inni. Eða eitthvað álíka. Engin saga verið send, ég er því sem næst óvirkur meðlimur og ég fer inn á síðuna kannski 20 sinnum á ári.

Bréfaskriftir við útlendinga. Þær hóf ég í sumar í því skyni að þjálfa upp enskuna í rituðu máli, ásamt því að rifja upp þýzku og frönsku. Ég hef náð að halda sæmilegu flæði við tvo aðila, en utan þess er ég fremur skuldug. Fyrir utan öll persónuleg bréf til vina víða erlendis.

Mér sýnist á öllu sem ég sé á hraðri leið til helvítis.

0 Álit yðar:

Skrifa ummæli

<< Home